„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 21:54 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum. Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24
431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34
Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19