Örvunarbólusetning ekki orðin virk hjá tveimur sem þurftu á gjörgæslu Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2022 18:48 Enginn með virka örvunabólusetningu hefur þurft á gjörgæslu. Vísir/Vilhelm Tveir hafa þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir að hafa þegið örvunarskammt bóluefnis við Covid-19. Annar þeirra lagðist inn degi eftir örvun og hinn um viku eftir örvun, því teljast þeir ekki örvunarbólusettir í skilningi rannsóknarhóps Landspítala. Greint var frá því í gær að enginn hefði þurft á gjörgæslu eftir örvunarbólusetningu, að því er segir í niðurstöðum rannsóknarhóps Landspítala. Í frétt Morgunblaðsins segir hins vegar að tveir einstaklingar hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir örvunarskammt. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar á Landspítala staðfestir það í samtali við Vísi. Hún segir annan þeirra hafa lagst inn í nóvember, einungis einum degi eftir að hafa þegið örvunarskammt. Þá hafi hinn lagst inn þann 1. desember en verið örvunarbólusettur þann 23. nóvember. Almennt er talið að örvunarskammtur verði ekki virkur fyrr en fjórtán dögum eftir bólusetningu. Til að mynda taka reglur um sóttkví þríbólusettra ekki gildi fyrr en að fjórtán dögum liðnum. Niðurstaða rannsóknarhóps standi Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, segir Covid-19 rannsóknarhóp Landspítala hafa farið yfir gögn sín í dag í kjölfar ábendinga um að tveir hafi lagst inn eftir örvunarbólusetningu. Eftir yfirferð gagna sé niðurstaða hópsins sú sama og í gær, að enginn með virka örvunarbólusetningu hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu. Hann segir hópinn munu gera grein fyrir því ef nánari rannsóknir bendi til annarar niðurstöðu og að markmið hópsins sé að rannsaka hver áhrif bólusetninga séu á innlagnartíðni. Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Greint var frá því í gær að enginn hefði þurft á gjörgæslu eftir örvunarbólusetningu, að því er segir í niðurstöðum rannsóknarhóps Landspítala. Í frétt Morgunblaðsins segir hins vegar að tveir einstaklingar hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu eftir örvunarskammt. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar á Landspítala staðfestir það í samtali við Vísi. Hún segir annan þeirra hafa lagst inn í nóvember, einungis einum degi eftir að hafa þegið örvunarskammt. Þá hafi hinn lagst inn þann 1. desember en verið örvunarbólusettur þann 23. nóvember. Almennt er talið að örvunarskammtur verði ekki virkur fyrr en fjórtán dögum eftir bólusetningu. Til að mynda taka reglur um sóttkví þríbólusettra ekki gildi fyrr en að fjórtán dögum liðnum. Niðurstaða rannsóknarhóps standi Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, segir Covid-19 rannsóknarhóp Landspítala hafa farið yfir gögn sín í dag í kjölfar ábendinga um að tveir hafi lagst inn eftir örvunarbólusetningu. Eftir yfirferð gagna sé niðurstaða hópsins sú sama og í gær, að enginn með virka örvunarbólusetningu hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu. Hann segir hópinn munu gera grein fyrir því ef nánari rannsóknir bendi til annarar niðurstöðu og að markmið hópsins sé að rannsaka hver áhrif bólusetninga séu á innlagnartíðni.
Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira