Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 15:01 Mörg flott og falleg verk verða á hátíðinni. Aðsend Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga. Á Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Það er mikill kraftur í Nes Listamiðstöð á staðnum og þeim, sem stjórna miðstöðinni því þeir hafa nú undirbúið ljósahátíðina, sem mikil spenna er fyrir. Janúar er jú mjög dimmur mánuður og því er vel við hæfa að lýsa hann upp í tvo daga frá 18:00 til 21:30 eins og listamennirnir hjá Nes Listamiðstöð munu gera. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er vonandi komin til að vera.Aðsend Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir er stjórnarformaður miðstöðvarinnar og fer fyrir ljósahátíðinni á Skagaströnd. „Það eru í rauninni alls konar verkefni í gangi, á tjaldsvæðinu er til dæmis einn að vinna með risastórt tungl. Svo erum við að varpa ljósum á húsveggi og á steina, og svo er einn listamaður að búa til eldfjöll úr snjó. Þetta er ótrúlega upplífgandi fyrir bæinn, sérstaklega svona í mesta skammdeginu,“ segir Guðbjörg Eva. En hvernig geta íbúar og gestir notið hátíðarinnar? „Það er bara að fara í göngutúr og rölta um til að sjá öll listaverkin eða bara að kíkja á rúntinn, bara allt eins og fólki finnst best." Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir hátíðna.Einkasafn Þetta er svolítið sniðugt í Covid að gera þetta svona? „Já, við ákváðum að blása þetta ekki af þrátt fyrir allar takmarkanir af því að fólk getur haldið sig svolítið út af fyrir sig. Þó bærinn sé lítill þá eru fjölmargir staðir, sem við erum með verk á, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál,“ segir Guðbjörg Eva. Guðbjörg Eva segist finna fyrir mikilli tilhlökkun fyrir ljóslistahátíðinni á Skagaströnd á morgun og hinn. „Ég bíð bara alla hjartanlega velkomna að koma hingað á Skagaströnd og sjá allt, sem listamenn eru búnir að setja upp, þetta er ótrúlega flott og spennandi, allavega það sem ég hef séð“. Listaljósahátíðin er aðeins möguleg með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupum og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.Aðsend Skagaströnd Menning Ljósmyndun Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Á Skagaströnd búa tæplega 500 manns. Það er mikill kraftur í Nes Listamiðstöð á staðnum og þeim, sem stjórna miðstöðinni því þeir hafa nú undirbúið ljósahátíðina, sem mikil spenna er fyrir. Janúar er jú mjög dimmur mánuður og því er vel við hæfa að lýsa hann upp í tvo daga frá 18:00 til 21:30 eins og listamennirnir hjá Nes Listamiðstöð munu gera. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í ár og er vonandi komin til að vera.Aðsend Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir er stjórnarformaður miðstöðvarinnar og fer fyrir ljósahátíðinni á Skagaströnd. „Það eru í rauninni alls konar verkefni í gangi, á tjaldsvæðinu er til dæmis einn að vinna með risastórt tungl. Svo erum við að varpa ljósum á húsveggi og á steina, og svo er einn listamaður að búa til eldfjöll úr snjó. Þetta er ótrúlega upplífgandi fyrir bæinn, sérstaklega svona í mesta skammdeginu,“ segir Guðbjörg Eva. En hvernig geta íbúar og gestir notið hátíðarinnar? „Það er bara að fara í göngutúr og rölta um til að sjá öll listaverkin eða bara að kíkja á rúntinn, bara allt eins og fólki finnst best." Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir hátíðna.Einkasafn Þetta er svolítið sniðugt í Covid að gera þetta svona? „Já, við ákváðum að blása þetta ekki af þrátt fyrir allar takmarkanir af því að fólk getur haldið sig svolítið út af fyrir sig. Þó bærinn sé lítill þá eru fjölmargir staðir, sem við erum með verk á, þannig að það ætti ekki að vera neitt vandamál,“ segir Guðbjörg Eva. Guðbjörg Eva segist finna fyrir mikilli tilhlökkun fyrir ljóslistahátíðinni á Skagaströnd á morgun og hinn. „Ég bíð bara alla hjartanlega velkomna að koma hingað á Skagaströnd og sjá allt, sem listamenn eru búnir að setja upp, þetta er ótrúlega flott og spennandi, allavega það sem ég hef séð“. Listaljósahátíðin er aðeins möguleg með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samkaupum og ómetanlegri aðstoð frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.Aðsend
Skagaströnd Menning Ljósmyndun Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira