Við eigum erindi í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 21. janúar 2022 20:01 Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar