Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2022 11:30 Eiríkur Eiríksson og félagar eru klárir í slaginn, víkingaklapp og læti, í Búdapest í kvöld. Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði. Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjá meira
Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði.
Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjá meira