Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2022 11:30 Eiríkur Eiríksson og félagar eru klárir í slaginn, víkingaklapp og læti, í Búdapest í kvöld. Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði. Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði.
Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira