Nígería vann 2-0 sigur Gínea-Bissá eftir að staðan var markalaus í hálfleik. Umar Sadiq skoraði fyrra mark leiksins á 56. mínútu og William Troost-Ekong tryggði sigurinn með marki á 75. mínútu.
#TeamNigeria SOARING! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GNBNGA | @NGSuperEagles pic.twitter.com/M7GzxyBbtZ
— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 19, 2022
Egyptaland vann 1-0 sigur á Súdan þökk sé marki Mohamed Abdelmonem á 35. mínútu leiksins.
Lokastaðan í D-riðli því þannig að Nígería vinnur riðilinn með fullt hús stiga. Þar á eftir kemur Egyptaland með sex stig á meðan Súdan og Gínea-Bissá enda með eitt stig hvort.
Þar með er ljóst að Nígería og Egyptaland eru komin áfram í 16-liða úrslit keppninnar.