Djúpstæður vandi láglaunafólks Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 20. janúar 2022 08:01 Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í gær kynnti Varða niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi sem lögð var fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB í lok síðasta árs. Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar fyrir manneskju eins og mig, unga, ómenntaða einstæða móður sem hefur hingað til aðeins sinnt láglaunastörfum. Þær komu mér hins vegar ekki á óvart. Könnunin spyr áhugaverðra spurninga en tilgangur þeirra er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, starfsumhverfi og heilsufar launafólks á Íslandi. Þeir hópar sem eru skoðaðir sérstaklega eru einstæðir foreldrar, innflytjendur og síðast en ekki síst ungt fólk sem jafnvel neyðist til þess að búa inni á foreldrum sínum vegna húsnæðisvandans. Niðurstöður könnunarinnar sýna versnandi stöðu almenns launafólks á Íslandi en skautar því miður fram hjá vanda láglaunafólksins sem er enn dýpri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Samanburður á niðurstöðum kannana 2020 og 2021 sýnir skýrt að fjárhagsstaða launafólks á Íslandi hefur versnað milli ára. Álag hefur aukist og samhliða auknu álagi fer andleg heilsa fólks versnandi. Einstæðir foreldrar eru í áberandi erfiðri stöðu og eru í hópi þeirra sem eiga hvað erfiðast með að ná endum saman. Það ætti raunar ekki að koma neinum á óvart enda er almennt gert ráð fyrir í íslensku samfélagi að tveir einstaklingar komi að uppeldi og uppihaldi barns. Þá er alltaf jafn sláandi að sjá upplýsingar um að konur séu lægra launaðar en karlmenn með sambærilega menntun og eykst sá munur töluvert þegar um konur af erlendum uppruna er að ræða. Versnandi andleg heilsa ungs fólks er áhyggjuefni og að sama skapi almenn heilsa launafólks en um helmingur launafólks hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður dregur þessi könnun ekki fram á nægilega skýran hátt þann djúpstæða vanda sem láglaunafólk tekst á við. Láglaunafólk á ekki í vandræðum með að eiga síma eða sjónvarp, enda eru þetta eru hlutir sem þú getur eignast svo til frítt ef þú gerir ekki kröfu um að eiga nýjasta nýtt. Vandamálin sem láglaunafólk á Íslandi þarf að takast á við snerta grunnþætti lífsbaráttunnar. Láglaunafólk stendur daglega frammi fyrir spurningum á borð við: Ef ég borða í kvöld get ég þá gefið börnunum að borða á morgun? Hvernig skrapa ég saman nógu miklu klinki til þess að barnið mitt geti farið á skólaball eða í bíó? Hvenær á ég að hafa tíma til þess að aðstoða barnið mitt með heimanámið? Svo má ekki gleyma að fátækt erfist, börn sem fæðast inn í fátækt eru líklegri til þess að verða fátækt ungt fólk og svo fátækt eldra fólk. Fátæktin er ekki val, fátæktin stafar ekki af leti eða metnaðarleysi heldur takmörkuðum tækifærum til þess að vinna sig upp úr fátæktinni. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar getur ekkert annað af sér en hnignandi andlega og líkamlega heilsu launafólks á Íslandi. Þá vaknar spurningin hversu lengi við höfum efni á að viðhalda óbreyttu kerfi? Nú er mál að linni, verkalýðshreyfingin þarf að standa saman og rétta hlut lægst launuðu hópanna, langvarandi kúgun láglaunastéttarinnar skal stöðvuð. Kjarasamningsviðræður eru framundan. Á Íslandi á enginn að þurfa að lifa í fátækt, ekki trúa neinum sem heldur öðru fram. Það er nóg til. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun