Urðu að reyna að hlífa kennurum við álaginu sem fylgdi tvöfaldri kennslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 11:56 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti. Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira