Alvotech eykur hlutafé meira en áður hafði verið ákveðið Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 07:43 Róbert Wessman er stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II tilkynntu í gær um fjárfestar hafi óskað eftir að skrá sig fyrir 21 milljón Bandaríkjadala til viðbótar í beinni hlutafjáraukningu Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Með þessu er verið að stækka hlutafjáraukninguna en þetta kemur til viðbótar við hlutafjáraukninguna sem tilkynnt var um 7. desember síðastliðinn. Oaktree II er hlutdeildarfélag Oaktree Capital Management, L.P. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Alvotech sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi. Hlutafjáraukningin, sem nemur nú samtals um 175 milljónum dala og samanstendur af almennum hlutabréfum að andvirði 10 dala á hlut, er drifin af umframeftirspurn íslenskra fjárfesta fyrir milligöngu Arctica Finance, Arion banka og Landsbankans. „Þessi 21 milljón dala aukning kemur til viðbótar við fjárfestingu annarra leiðandi fjárfesta, en á meðal þeirra eru Suvretta Capital, Athos (fjárfestingafélag Strüngmann-fjölskyldunnar), CVC Capital Partners, Temasek Holdings, Farallon Capital Management og Sculptor Capital Management. Gert er ráð fyrir að sameining fyrirtækjanna skili Alvotech 475 milljónum dala (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum). Þetta felur í sér 250 milljóna dala innspýtingu reiðufjár sem kemur úr sjóðum Oaktree II (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum), yfir 175 milljónir dala með beinni hlutafjáraukningu (PIPE[1]fjármögnuninni); og 50 milljóna dala frá núverandi hluthöfum sem þeir fjármögnuðu fyrir árslok 2021. Áætlað heildarvirði sameinaðs fyrirtækis er áætlað um 2,25 milljarðar dala,“ segir í tilkynningunni. Samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi árs Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og stofnanda Alvotech, að hlutafjáraukningin sé til marks um þann mikla áhuga sem langtímafjárfestar hafi sýnt félaginu nú þegar unnið sé áfram að sameiningunni við Oaktree II. Gert er ráð fyrir að samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi ársins 2022. Alvotech er líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech var stofnað árið 2013 og segir að það hafi að markmiði að verða leiðandi í framleiðslu og dreifingu líftæknihliðstæðulyfja um allan heim. Líftækni Tengdar fréttir Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7. desember 2021 11:02 Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7. desember 2021 19:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Með þessu er verið að stækka hlutafjáraukninguna en þetta kemur til viðbótar við hlutafjáraukninguna sem tilkynnt var um 7. desember síðastliðinn. Oaktree II er hlutdeildarfélag Oaktree Capital Management, L.P. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Alvotech sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi. Hlutafjáraukningin, sem nemur nú samtals um 175 milljónum dala og samanstendur af almennum hlutabréfum að andvirði 10 dala á hlut, er drifin af umframeftirspurn íslenskra fjárfesta fyrir milligöngu Arctica Finance, Arion banka og Landsbankans. „Þessi 21 milljón dala aukning kemur til viðbótar við fjárfestingu annarra leiðandi fjárfesta, en á meðal þeirra eru Suvretta Capital, Athos (fjárfestingafélag Strüngmann-fjölskyldunnar), CVC Capital Partners, Temasek Holdings, Farallon Capital Management og Sculptor Capital Management. Gert er ráð fyrir að sameining fyrirtækjanna skili Alvotech 475 milljónum dala (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum). Þetta felur í sér 250 milljóna dala innspýtingu reiðufjár sem kemur úr sjóðum Oaktree II (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum), yfir 175 milljónir dala með beinni hlutafjáraukningu (PIPE[1]fjármögnuninni); og 50 milljóna dala frá núverandi hluthöfum sem þeir fjármögnuðu fyrir árslok 2021. Áætlað heildarvirði sameinaðs fyrirtækis er áætlað um 2,25 milljarðar dala,“ segir í tilkynningunni. Samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi árs Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og stofnanda Alvotech, að hlutafjáraukningin sé til marks um þann mikla áhuga sem langtímafjárfestar hafi sýnt félaginu nú þegar unnið sé áfram að sameiningunni við Oaktree II. Gert er ráð fyrir að samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi ársins 2022. Alvotech er líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech var stofnað árið 2013 og segir að það hafi að markmiði að verða leiðandi í framleiðslu og dreifingu líftæknihliðstæðulyfja um allan heim.
Líftækni Tengdar fréttir Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7. desember 2021 11:02 Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7. desember 2021 19:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7. desember 2021 11:02
Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7. desember 2021 19:00