Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 17:26 Líf Magneudóttir vill leiða lista Vinstri grænna áfram. Aðsend Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“ Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“
Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira