Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 18. janúar 2022 11:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira