Æddi niður að brú þar sem hans beið geysilegt sjónarspil Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 23:32 Brúin stóð af sér flóðið. Orri Jónsson Byggingartæknifræðingurinn Orri Jónsson var í eftirlitsferð vegna vegaframkvæmda í Þverárhlíð í Borgarfirði í dag þegar hann varð vitni að miklu ísstífluflóði. Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Borgarbyggð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.
Borgarbyggð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum