Æddi niður að brú þar sem hans beið geysilegt sjónarspil Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 23:32 Brúin stóð af sér flóðið. Orri Jónsson Byggingartæknifræðingurinn Orri Jónsson var í eftirlitsferð vegna vegaframkvæmda í Þverárhlíð í Borgarfirði í dag þegar hann varð vitni að miklu ísstífluflóði. Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Borgarbyggð Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.
Borgarbyggð Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira