Magnús Guðmundsson er látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 19:54 Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum og fimm sinnum í golfi. Hann vann til Íslandsmeistaratitils í báðum íþróttum árið 1958. Akureyri.net Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær. Akureyri.net greinir frá andláti Magnúsar, sem varð á íþróttaferli sínum margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum. Á seinni árum bjó Magnús í Bandaríkjunum, fyrst í Idaho-ríki en síðar í Montana. Magnús var fæddur 30. maí 1933 á Siglufirði, en var alinn upp á Akureyri. Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum, fyrst árið 1952, þá 19 ára gamall. Árið 1955 flutti hann á til Bandaríkjanna í tvö ár. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti hann síðan varanlega vestur um haf, þar sem hann fékkst meðal annars við skíðakennslu. Magnúsi var margt til lista lagt, en auk þess að verða fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum varð hann jafn oft Íslandsmeistari í golfi. Árið 1958 varð hann Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, þá í bruni og alpaþríkeppni. Magnús var tvígiftur. Með fyrri eiginkonu sinni, Vicky Guðmundsson, eignaðist hann tvö börn, þau Marcus og Erica. Síðari eiginkona Magnúsar er Susy Guðmundsson, sem lifir Magnús. Á Akureyri.net er stiklað á stóru yfir íþróttaferil Magnúsar, þar segir meðal annars um sigur hans á Íslandsmeistaramótinu í golfi árið 1964: „Eftirminnilegasta sigurinn á Íslandsmótinu í golfi vann Magnús árið 1964 í Vestmannaeyjum þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallarins og sigraði með fáheyrðum yfirburðum. Magnús lék á 270 höggum og vann með 25 högga mun. Næstu tveir léku á 295! Íslandsmót vannst ekki með sömu yfirburðum á ný fyrr en tæpri hálfri öld síðar; Birgir Leifur Hafþórsson lék þá á 10 höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari.“ Andlát Akureyri Skíðaíþróttir Golf Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Akureyri.net greinir frá andláti Magnúsar, sem varð á íþróttaferli sínum margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum. Á seinni árum bjó Magnús í Bandaríkjunum, fyrst í Idaho-ríki en síðar í Montana. Magnús var fæddur 30. maí 1933 á Siglufirði, en var alinn upp á Akureyri. Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum, fyrst árið 1952, þá 19 ára gamall. Árið 1955 flutti hann á til Bandaríkjanna í tvö ár. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti hann síðan varanlega vestur um haf, þar sem hann fékkst meðal annars við skíðakennslu. Magnúsi var margt til lista lagt, en auk þess að verða fimm sinnum Íslandsmeistari á skíðum varð hann jafn oft Íslandsmeistari í golfi. Árið 1958 varð hann Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, þá í bruni og alpaþríkeppni. Magnús var tvígiftur. Með fyrri eiginkonu sinni, Vicky Guðmundsson, eignaðist hann tvö börn, þau Marcus og Erica. Síðari eiginkona Magnúsar er Susy Guðmundsson, sem lifir Magnús. Á Akureyri.net er stiklað á stóru yfir íþróttaferil Magnúsar, þar segir meðal annars um sigur hans á Íslandsmeistaramótinu í golfi árið 1964: „Eftirminnilegasta sigurinn á Íslandsmótinu í golfi vann Magnús árið 1964 í Vestmannaeyjum þegar hann lék á 10 höggum undir pari vallarins og sigraði með fáheyrðum yfirburðum. Magnús lék á 270 höggum og vann með 25 högga mun. Næstu tveir léku á 295! Íslandsmót vannst ekki með sömu yfirburðum á ný fyrr en tæpri hálfri öld síðar; Birgir Leifur Hafþórsson lék þá á 10 höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari.“
Andlát Akureyri Skíðaíþróttir Golf Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira