Rabbíni kastaði stól í gíslatökumanninn og gíslarnir flúðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:40 Fjórum gíslum var haldið í bænahúsinu í um tíu klukkustundir. AP/Brandon Wade Charlie Cytron-Walker, rabbíni, kastaði stól í gíslatökumann sem hélt honum og þremur öðrum í gíslingu í á laugardagskvöld. Við það tókst honum og tveimur öðrum að flýja undan manninum sem var vopnaður en þá hafði gíslatakan staðið yfir í um tíu klukkustundir í bænahúsi gyðinga í Colleyville í Texas. Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Eftir að þeir flúðu réðust lögregluþjónar til atlögu og skutu hinn 44 ára gamla Malik Faisal Akram til bana. Hann hefði sleppt einum gísl úr haldi nokkrum klukkustundum áður. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir gíslatökuna vera hryðjuverk en Akram krafðist þess að Aafia Siddiqui yrði sleppt úr haldi. Hún er frá Pakistan og var dæmd fyrir tengsli við al-Qaida og fyrir að ætla að myrða bandaríska hermenn í Afganistan. Í viðtali við CBS Mornings sagði Cytron-Walker að hann hefði hleypt Akram inn í bænahúsið því hann hefði virst þurfa á aðstoð að halda. Rabbíninn sagði Akram ekki hafa ógnað neinum eða hagað sér grunsamlega, fyrr en hann tók upp byssu. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Cytron-Walker að undir lokin hafi Akram verið orðinn mjög órólegur og ógnandi. Þá hafi rabbíninn kastað stólnum í hann og þau þrjú sem var þá haldið í gíslingu flúðu. Myndbönd sýndu hvernig þau hlupu út og að Akram kom á eftir þeim. Hann stoppaði þó í hurðinni, lokaði henni og farið aftur inn í bænahúsið. Skömmu síðar heyrðust skothljóð og sprenging. Akram er frá Bretlandi og hafði nýverið ferðast til Bandaríkjanna sem ferðamaður. Talið er að hann hafi keypt skammbyssuna sem hann var með á einkasölu, samkvæmt heimildum AP. Ekki er vitað af hverju hann vladi þetta bænahús en fangelsið sem Siddiqui afplánar dóm sinn í er þarna nærri. Akram var með síma sem hann notaði til að tala við aðra en samningamenn lögreglunnar á meðan á gíslatökunni stóð. Í kjölfar árásarinnar hefur lögreglan í Bretlandi handtekið tvo táninga vegna gíslatökunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54 Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Unglingar í Manchester handteknir í tengslum við gíslatökuna í Texas Tveir unglingar í Manchester á Englandi voru handteknir af sérsveitarmönnum í gærkvöldi, grunaðir um tengsl við gíslatöku í bænahúsi gyðinga sem átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum á laugardag. 17. janúar 2022 06:54
Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. 16. janúar 2022 07:47