Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:22 Breytingin tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54
„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45