Formaður FKA neitar að stíga frá borði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 13:40 Sigríður Hrund Pétursdóttir er formaður FKA. FKA Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar. Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59