Erlent

Flóð­bylgja skall á Tonga

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er af neðansjávareldgosi nálægt Tonga árið 2009.
Myndin er af neðansjávareldgosi nálægt Tonga árið 2009. Getty/Stephenson

Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni.

Flóðbylgjuna má rekja til neðansjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai suðsuðaustur af Tonga.

Yfirvöld bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi gáfu út flóðbylgjuviðvaranir í morgun en þeim hefur nú verið aflétt. Deutsche Welle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×