Yfirlýsing frá AWF|TSB - kynning á staðreyndum varðandi PMSG-framleiðslu á Íslandi Sabrina Gurtner skrifar 15. janúar 2022 08:00 Stofnanirnar Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) vilja bregðast við greinum og röksemdarfærslum sem lyfjafyrirtækið Ísteka birti í Vísi (19. og 29. desember og 3.janúar sl.) sem og á samfélagsmiðlum í kjölfarið á sýningu heimildamyndarinnar„Iceland - Land of the 5,000 Blood Mares“. PMSG er einkum notað í iðnaðarbúskap Ísteka heldur því fram að hormónið PMSG [Pregnant Mare Serum Gonadotropin] sé meðal annars notað til verndar villtum dýrum og hafi reynist vel til fjölgunar hjá dýrategundum í útrýmingarhættu, til dæmis nashyrningum og tígrisdýrum. Nú kunna að vera dæmi þess að PMSG sé notað til að örva fjölgun dýra í útrýmingarhættu í varðveisluskyni en það er einkum notað í iðnaðarbúskap í því skyni að auka bæði frjósemi og hagnað. Þær PMSG-vörur sem viðskiptaaðilar Ísteka framleiða, en það eru MSD Animal Health og Ceva Santé Animale, er heimilt að gefa svínum, nautgripum og/eða sauðfé. Sumar vörurnar má einnig gefa geitum, kanínum eða minkum. Hvergi er minnst á að þessar vörur séu ætlaðar villtum dýrum, að minnsta kosti ekki þær vörur sem skráðar eru í Evrópu. Auk þess liggja fyrir rannsóknir sem mæla gegn notkun PMSG hjá kattardýrum og aðrar sem eru til marks um að hormónið hafi ekki tilætluð áhrif á nashyrninga. Opinberar tölur frá Þýskalandi staðfesta að hormónið sé notað kerfisbundið í grísaeldi. Árið 2019 voru frjóar gyltur í Þýskalandi 1,8 milljónir talsins. Á þriggja ára tímabili (2016–2019) voru um 6,4 milljónir einstakra skammta af PMSG gefnar gyltum, það er 2,1 milljón skammta á ári. Þessar háu tölur eru til marks um að PMSG sé ekki aðeins notað til meðferðar á einstökum dýrum heldur á stórum hópum og ekki eingöngu til að örva þau til frjóvgunar heldur einnig til þess að gera þau óeðlilega frjó og framkalla kynþroska. Reglugerð (ESB) 2018/848 fjallar um framleiðslu og merkingu lífrænna vara en samkvæmt ákvæðum hennar er kerfisbundin notkun frjósemishormóna ekki heimil í lífrænum landbúnaði. Þar segir í II. viðauka, II. hluta, 1.3.2, að í lífrænu búfjárhaldi skuli ekki hafa áhrif á frjósemi með hormónameðferð eða með öðrum efnum sem hafa svipuð áhrif nema þegar um er að ræða dýralæknismeðferð á einstöku dýri. Áhrif notkunar PMSG á velferð svína Hjá Ísteka er því haldið fram að PMSG bæti velferð og heilsu svína þar sem það gerir bændum kleift að viðhalda einsleitum eldishópum. Nú er líka hægt að samstilla fengitíma og got með dýrafræðilegum aðferðum, til dæmis með samskiptum við gelti. Verulegum umbótum á dýrahaldi og velferð svína má ná fram án þess að gripið sé til hormóna. Slíkar umbætur nást til dæmis með endurhönnun gripahúsa og aðstöðu, þannig að svínin hafi nægilegt rými til þess að leggjast út af og ná sér í fóður að vild. Það gerir þeim kleift að viðhafa eðlislæga hegðun. Framleiðsla á téðu hormóni er áhyggjuefni að því er varðar velferð hrossa. Notkun þess hefur auk þess slæm áhrif á velferð gyltna og grísa. Með PMSG er knúin fram óeðlilega mikil fjölgun og gylturnar fá ekki tíma til þess að jafna sig eftir hvert got. Með PMSG er einnig framkölluð aukin eggfrumuframleiðsla hjá gyltum og þar með fæðast fleiri grísir í senn. Umframgrísir drepast oft fljótlega vegna þess að gyltan er ekki með nógu marga spena til að ala þá alla. Augljóst er að aukinn fjöldi fæddra grísa leiðir til þess að fleiri grísir drepast. Auk þess er hægt að nota PMSG til þess að framkalla kynþroska hjá ungum gyltum en frjóvgun á unga aldri styttir kynþroskaskeiðið og leiðir oftast til ótímabærrar ófrjósemi og slátrunar. Engin læknisfræðileg rök eru fyrir tíðri notkun PMSG í húsdýraeldi. Þessi venja þjónar aðeins hagnaðarsjónarmiðum með því að örva og hraða líkamlegum ferlum hjá dýrum sem er ekki tæk ástæða til lyfjanotkunar. Auk þess er PMSG notað við meðferð á frjósemisvanda sem er kerfislægur og stafar af óboðlegu dýrahaldi í iðnaðarbúskap. Því er óhætt að segja að PMSG sé ein driffjöðrin að baki iðnaðarbúskap. Umhverfisáhrif iðnaðarbúskapar Talsmenn Ísteka fullyrða að notkun PMSG hafi jákvæð áhrif á kolvetnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar dýra til undaneldis. Þessi röksemdafærsla verður að teljast mjög langsótt þar sem alkunna er að iðnaðarbúskapur í dýrahaldi hafi margs konar neikvæð áhrif á umhverfið og gangi á auðlindir. Samkvæmt heimild frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veldur framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum um 14,5% frákasti gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Talsmenn Ísteka telja að dýraafurðir séu forsenda heilbrigðs manneldis en það er úrelt viðhorf. Í maí 2020 gaf framkvæmdastjórn ESB út áætlun um matvæladreifingu beint frá býli [Farm to Fork Strategy] sem er frumkvöðulsframtak í nýju evrópsku umhverfisáætluninni. Þar fullyrðir framkvæmdastjórn ESB að með því að auka jurtafæði og draga úr neyslu á rauðu og unnu kjöti en leggja áherslu á að auka ávaxta- og grænmetisneyslu verði ekki aðeins dregið úr hættunni á lífshættulegum sjúkdómum heldur líka úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu. Álitshnekkir fyrir íslenska bændur Talsmenn Ísteka benda á að blóðviðskiptin færi íslenskum bændum talsverðar tekjur og bæti hag þeirra. Vert er að nefna að aðeins fáir hrossabændur á Íslandi hagnast á PMSG-framleiðslu. Fæstir þeirra taka þátt í þessum viðskiptum heldur nýta þeir aðrar leiðir til þess að afla sér tekna með hrossunum (nefna má ferðaþjónustu, kynbætur, keppni, útflutning o.s.frv.). Þessir bændur verða fyrir tjóni vegna þess álitshnekkis sem blóðviðskiptin valda þeim. Auk þess er það þeim alls ekki í hag að rækta upp „blóðkyn“. Markmið þeirra er að rækta stórkostlega og geðgóða reiðskjóta en ekki hross með mikið magn af PMSG í blóðinu, án þess að skeytt sé um aðra eiginleika. Eigi að síður er því haldið fram hjá Ísteka að blóðtaka úr hryssum sé mikilvæg erfðafræðileg auðlind að því er varðar íslensk hross. Blóðmagn og tíðni umfram það sem mælt er fyrir um í alþjóðlegum tilmælum Talsmenn Ísteka fullyrða að fylfull hryssa á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu sé meira en 400 kíló að þyngd og að hlutfall blóðmagns sem tekið er úr henni sé um 1,2% af líkamsþyngd hennar. Þeir segja að rannsóknir sýni að því fylgi engin heilsufarsleg áhætta. Óhætt sé að taka fimm lítra af blóði í einu án þess að hryssunni stafi hætta af en slíka blóðtöku megi ekki endurtaka fyrr en í fyrsta lagi þrjátíu dögum síðar. Á Íslandi er þetta blóðmagn tekið vikulega. Þessi tíðni er langt umfram það sem mælt er fyrir í tiltækum viðmiðunarreglum og tilmælum varðandi blóðtöku. Í sumum viðmiðunarreglum er mælt með því að taka skuli í mesta lagi 10% af heildarblóðmagni úr hryssu á þriggja til fjögurra vikna fresti en aðrar mæla með hámarki sem nemur 15% á fjögurra vikna fresti. Enn fremur er varað við því að taka meira en 15% af heildarblóðmagni í einu vegna hættunnar á blóðþurrðarlosti. Íslenski hesturinn er smærri en önnur afbrigði hrossa og vegur að meðaltali 380 kíló. Hross eru með heildarblóðmagn sem nemur 75 ml fyrir hvert kíló líkamsþyngdar, eða um 28,5 lítra þegar íslenskur hestur á í hlut. Þar af leiðandi á ekki að taka meira en 2,85 lítra (10%) á þriggja til fjögurra vikna festi sé farið eftir leiðbeiningum og tilmælum eða 4,275 lítra (15%) að hámarki mánaðarlega. Á Íslandi er vikulega tekið 15 til 20% af heildarblóðmagni hryssu. Ef farið væri eftir viðurkenndum stöðlum myndi framleiðslan minnka um 75% eða svo. Augljóst er að svo mikill samdráttur er Ísteka ekki í hag, einkum þegar haft er í huga að fyrirtækið hyggst þrefalda framleiðslu sína og ríflega það á komandi árum. Í þýskum viðmiðunarreglum um blóðtöku til dýralækninga er heimilt að taka að hámarki 15 ml af blóði á hvert kíló líkamsþyngdar á þrjátíu daga fresti. Sé þeirri reglu beitt á íslenska hestinn væri útkoman 5,7 lítrar af blóði á mánuði. Þó ber að geta þess að téðar viðmiðunarreglur leggja að auki bann við því að tekið sé blóð úr fylfullum eða mjólkandi hryssum. Á Íslandi eru merarnar bæði fylfullar og mjólkandi og ber að taka tillit til þess. Að sögn Stephanie Krämer, prófessors við háskólann Giessen, sem kemur fram sem sérfræðingur í heimildamyndinni þá þurfa merarnar að verja orku til mjólkurframleiðslu og fósturþroskans. Að auki gerir blóðtakan það að verkum að þær þurfa að nota orku til þess að bæta sér blóðtapið og er því þrefalt álag á þessum hryssum. Þrjú mikilvæg atriði eru ekki nefnd í opinberum orðsendingum frá Ísteka. Þau eru eftirfarandi: 1. Aðrar leiðir en PMSG eru færar Sérfræðingar í dýralækningum telja að einnig sé unnt að framkalla og samstilla fengitíma með dýrafræðilegum aðgerðum, til dæmis með hreyfingu, kjörfæði og lýsingu, samskiptum við gyltur á fengitíma og samskiptum við gelti. Þessum aðferðum er til dæmis beitt í lífrænum landbúnaði. Auk þess eru til fjölmörg lyf sem tiltæk eru bændum til að framkalla og samstilla fengitíma dýra – í Þýskalandi einu eru 36 tegundir slíkra lyfja – og ýmsar rannsóknir hafa sýnt að virkni þeirra er mjög áþekk virkni PMSG. Nefna má sem dæmi að í Þýskalandi er verið að ýta úr vör starfsþjálfunarverkefni fyrir bændur og dýralækna þar sem þeir eru fræddir um aðra valkosti en PMSG í svínarækt. 2. Blóðtaka flokkuð sem rannsóknir á dýrum Samkvæmt heimildum frá MAST eru til þrír íslenskir lagatextar sem eiga við um blóðtöku vegna framleiðslu á PMSG. Það eru lög um velferð dýra nr. 55/2013, reglugerð nr. 910/2014 um velferð hrossa og reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni og er hún gerð eftir tilskipun ESB nr. 2010/63 sem varðar EES. Leyfi Ísteka til framleiðslu á PMSG byggist á reglugerð nr. 460/2017. Þar með telst blóðtaka til lyfjavinnslu til tilrauna á dýrum, líkt og í ESB. Nú er löggjöf ESB og íslensk löggjöf varðandi tilraunir á dýrum byggð á lögmálunum þremur um að skipta út, draga úr og fínstilla/fullvinna. Reyndar er meginreglan sú að aðeins megi gera tilraunir á dýrum ef enginn önnur leið er í boði. Til eru mörg iðnaðarlyf sem hafa svipuð áhrif og PMSG og þar sem hægt er að ná æskilegri frjósemi búfjár með aðgerðum dýraræktunar stenst ákvæðið um nauðsyn tilrauna á dýrum ekki. Því er blóðtaka á fylfullum hryssum í hagnaðarskyni ólögleg og stjórnvöld geta ekki samþykkt hana. 3. Kerfisbundin brot á íslenskri löggjöf Auk þess að teljast brot á lögmálunum þremur sem fyrr er getið, er blóðtaka til PMSG-vinnslu brot á gildandi kröfum um velferð dýra. Markmiðið með lögum um velferð dýra nr. 55/2013 er að „þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. (...) Ill meðferð dýra er óheimil“. Það er ekki hægt að taka blóð úr hálfvilltum hrossum án þess að beita afli eða valda streitu og ótta. Þvingun í blóðtökubásunum getur valdið meiðslum á hryssunum. Það er óraunhæft og fjárhagslega tilgangslaust að temja og þjálfa 5.300 dýr svo að unnt sé að taka úr þeim blóð án þess að það valdi þeim streitu eða ótta. Slík tamning og þjálfun yrði mjög tímafrek og dýr og yrðu þessi viðskipti ekki eins arðbær og nú er fyrir vikið. Talsmenn Ísteka segja að blóðtaka hjá hryssu taki um tíu mínútur í senn og að heildartími á ári sé að meðaltali ein klukkustund fyrir hverja hryssu. Vissulega eru hryssurnar um tíu mínútur inni í lokuðu hólfunum en ferlið í heild tekur tvo til þrjá tíma og fylgir því mikið álag fyrir þær (þeim er smalað saman með bílum og hundum, svo fylgir aðskilnaður við folöldin, þær eru reknar eftir brautum og þar fram eftir götunum). Sé miðað við átta til tíu blóðtökur á ári (og er þá blóðsýnataka ekki meðtalin), jafngildir þetta 16 til 30 stunda álagi og skelfilegum aðstæðum. Kveðið er á um það í reglugerð um velferð hrossa, nr. 910/2014, að ekki megi gera aðgerðir á hrossum án læknisfræðilegrar ástæðu en í þessu tilviki er greinilega brotið gegn því ákvæði. Notkun PMSG hjá húsdýrum þjónar auk þess engum læknisfræðilegum tilgangi heldur miðar hún alfarið að auknum hagnaði. Ekki er unnt að hafa eftirlit með blóðverslun Þann 19. desember sl. kynnti Ísteka áætlun til úrbóta, þar sem meðal annars var lögð til notkun eftirlitsmyndavéla. Nú eru blóðbýlin býsna mörg, hrossin ganga laus að miklu leyti og fjöldi þeirra er gífurlegur. Þar með er útilokað að viðhafa skilvirkt myndavélaeftirlit enda þyrfti þá að fara yfir mörg þúsund klukkustundir af upptökum á blóðtöku. Þessi texti er þýðing. Greinin var upprunalega samin á ensku og er hún tiltæk á vefsíðu Animal Welfare Foundation . Höfundur greinarinnar er verkefnastjóri hjá Animal Welfare Foundation og Tierschutzbund Zürich. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Tengdar fréttir Umbótaáætlun Ísteka hrint í framkvæmd Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. 19. desember 2021 18:38 Lyfjaefni Ísteka gagnast m.a. við vernd villtra dýra Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. 29. desember 2021 11:30 Áhrif blóðgjafar á hryssur Forveri Ísteka ehf., lyfjaheildsölufyrirtækið G. Ólafsson hf., hóf söfnun á blóði úr fylfullum hryssum á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í lok 8. áratugar seinustu aldar og byrjun þess níunda. Þessar rannsóknir voru birtar árið 1982 og hafa verið endurteknar reglulega hjá Ísteka frá upphafi. Niðurstöður rannsóknanna á áhrifum blóðgjafanna á hryssur og folöld benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa á heilsufar þeirra. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Stofnanirnar Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) vilja bregðast við greinum og röksemdarfærslum sem lyfjafyrirtækið Ísteka birti í Vísi (19. og 29. desember og 3.janúar sl.) sem og á samfélagsmiðlum í kjölfarið á sýningu heimildamyndarinnar„Iceland - Land of the 5,000 Blood Mares“. PMSG er einkum notað í iðnaðarbúskap Ísteka heldur því fram að hormónið PMSG [Pregnant Mare Serum Gonadotropin] sé meðal annars notað til verndar villtum dýrum og hafi reynist vel til fjölgunar hjá dýrategundum í útrýmingarhættu, til dæmis nashyrningum og tígrisdýrum. Nú kunna að vera dæmi þess að PMSG sé notað til að örva fjölgun dýra í útrýmingarhættu í varðveisluskyni en það er einkum notað í iðnaðarbúskap í því skyni að auka bæði frjósemi og hagnað. Þær PMSG-vörur sem viðskiptaaðilar Ísteka framleiða, en það eru MSD Animal Health og Ceva Santé Animale, er heimilt að gefa svínum, nautgripum og/eða sauðfé. Sumar vörurnar má einnig gefa geitum, kanínum eða minkum. Hvergi er minnst á að þessar vörur séu ætlaðar villtum dýrum, að minnsta kosti ekki þær vörur sem skráðar eru í Evrópu. Auk þess liggja fyrir rannsóknir sem mæla gegn notkun PMSG hjá kattardýrum og aðrar sem eru til marks um að hormónið hafi ekki tilætluð áhrif á nashyrninga. Opinberar tölur frá Þýskalandi staðfesta að hormónið sé notað kerfisbundið í grísaeldi. Árið 2019 voru frjóar gyltur í Þýskalandi 1,8 milljónir talsins. Á þriggja ára tímabili (2016–2019) voru um 6,4 milljónir einstakra skammta af PMSG gefnar gyltum, það er 2,1 milljón skammta á ári. Þessar háu tölur eru til marks um að PMSG sé ekki aðeins notað til meðferðar á einstökum dýrum heldur á stórum hópum og ekki eingöngu til að örva þau til frjóvgunar heldur einnig til þess að gera þau óeðlilega frjó og framkalla kynþroska. Reglugerð (ESB) 2018/848 fjallar um framleiðslu og merkingu lífrænna vara en samkvæmt ákvæðum hennar er kerfisbundin notkun frjósemishormóna ekki heimil í lífrænum landbúnaði. Þar segir í II. viðauka, II. hluta, 1.3.2, að í lífrænu búfjárhaldi skuli ekki hafa áhrif á frjósemi með hormónameðferð eða með öðrum efnum sem hafa svipuð áhrif nema þegar um er að ræða dýralæknismeðferð á einstöku dýri. Áhrif notkunar PMSG á velferð svína Hjá Ísteka er því haldið fram að PMSG bæti velferð og heilsu svína þar sem það gerir bændum kleift að viðhalda einsleitum eldishópum. Nú er líka hægt að samstilla fengitíma og got með dýrafræðilegum aðferðum, til dæmis með samskiptum við gelti. Verulegum umbótum á dýrahaldi og velferð svína má ná fram án þess að gripið sé til hormóna. Slíkar umbætur nást til dæmis með endurhönnun gripahúsa og aðstöðu, þannig að svínin hafi nægilegt rými til þess að leggjast út af og ná sér í fóður að vild. Það gerir þeim kleift að viðhafa eðlislæga hegðun. Framleiðsla á téðu hormóni er áhyggjuefni að því er varðar velferð hrossa. Notkun þess hefur auk þess slæm áhrif á velferð gyltna og grísa. Með PMSG er knúin fram óeðlilega mikil fjölgun og gylturnar fá ekki tíma til þess að jafna sig eftir hvert got. Með PMSG er einnig framkölluð aukin eggfrumuframleiðsla hjá gyltum og þar með fæðast fleiri grísir í senn. Umframgrísir drepast oft fljótlega vegna þess að gyltan er ekki með nógu marga spena til að ala þá alla. Augljóst er að aukinn fjöldi fæddra grísa leiðir til þess að fleiri grísir drepast. Auk þess er hægt að nota PMSG til þess að framkalla kynþroska hjá ungum gyltum en frjóvgun á unga aldri styttir kynþroskaskeiðið og leiðir oftast til ótímabærrar ófrjósemi og slátrunar. Engin læknisfræðileg rök eru fyrir tíðri notkun PMSG í húsdýraeldi. Þessi venja þjónar aðeins hagnaðarsjónarmiðum með því að örva og hraða líkamlegum ferlum hjá dýrum sem er ekki tæk ástæða til lyfjanotkunar. Auk þess er PMSG notað við meðferð á frjósemisvanda sem er kerfislægur og stafar af óboðlegu dýrahaldi í iðnaðarbúskap. Því er óhætt að segja að PMSG sé ein driffjöðrin að baki iðnaðarbúskap. Umhverfisáhrif iðnaðarbúskapar Talsmenn Ísteka fullyrða að notkun PMSG hafi jákvæð áhrif á kolvetnisspor í landbúnaði vegna aukinnar frjósemi og fækkunar dýra til undaneldis. Þessi röksemdafærsla verður að teljast mjög langsótt þar sem alkunna er að iðnaðarbúskapur í dýrahaldi hafi margs konar neikvæð áhrif á umhverfið og gangi á auðlindir. Samkvæmt heimild frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veldur framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum um 14,5% frákasti gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Talsmenn Ísteka telja að dýraafurðir séu forsenda heilbrigðs manneldis en það er úrelt viðhorf. Í maí 2020 gaf framkvæmdastjórn ESB út áætlun um matvæladreifingu beint frá býli [Farm to Fork Strategy] sem er frumkvöðulsframtak í nýju evrópsku umhverfisáætluninni. Þar fullyrðir framkvæmdastjórn ESB að með því að auka jurtafæði og draga úr neyslu á rauðu og unnu kjöti en leggja áherslu á að auka ávaxta- og grænmetisneyslu verði ekki aðeins dregið úr hættunni á lífshættulegum sjúkdómum heldur líka úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu. Álitshnekkir fyrir íslenska bændur Talsmenn Ísteka benda á að blóðviðskiptin færi íslenskum bændum talsverðar tekjur og bæti hag þeirra. Vert er að nefna að aðeins fáir hrossabændur á Íslandi hagnast á PMSG-framleiðslu. Fæstir þeirra taka þátt í þessum viðskiptum heldur nýta þeir aðrar leiðir til þess að afla sér tekna með hrossunum (nefna má ferðaþjónustu, kynbætur, keppni, útflutning o.s.frv.). Þessir bændur verða fyrir tjóni vegna þess álitshnekkis sem blóðviðskiptin valda þeim. Auk þess er það þeim alls ekki í hag að rækta upp „blóðkyn“. Markmið þeirra er að rækta stórkostlega og geðgóða reiðskjóta en ekki hross með mikið magn af PMSG í blóðinu, án þess að skeytt sé um aðra eiginleika. Eigi að síður er því haldið fram hjá Ísteka að blóðtaka úr hryssum sé mikilvæg erfðafræðileg auðlind að því er varðar íslensk hross. Blóðmagn og tíðni umfram það sem mælt er fyrir um í alþjóðlegum tilmælum Talsmenn Ísteka fullyrða að fylfull hryssa á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu sé meira en 400 kíló að þyngd og að hlutfall blóðmagns sem tekið er úr henni sé um 1,2% af líkamsþyngd hennar. Þeir segja að rannsóknir sýni að því fylgi engin heilsufarsleg áhætta. Óhætt sé að taka fimm lítra af blóði í einu án þess að hryssunni stafi hætta af en slíka blóðtöku megi ekki endurtaka fyrr en í fyrsta lagi þrjátíu dögum síðar. Á Íslandi er þetta blóðmagn tekið vikulega. Þessi tíðni er langt umfram það sem mælt er fyrir í tiltækum viðmiðunarreglum og tilmælum varðandi blóðtöku. Í sumum viðmiðunarreglum er mælt með því að taka skuli í mesta lagi 10% af heildarblóðmagni úr hryssu á þriggja til fjögurra vikna fresti en aðrar mæla með hámarki sem nemur 15% á fjögurra vikna fresti. Enn fremur er varað við því að taka meira en 15% af heildarblóðmagni í einu vegna hættunnar á blóðþurrðarlosti. Íslenski hesturinn er smærri en önnur afbrigði hrossa og vegur að meðaltali 380 kíló. Hross eru með heildarblóðmagn sem nemur 75 ml fyrir hvert kíló líkamsþyngdar, eða um 28,5 lítra þegar íslenskur hestur á í hlut. Þar af leiðandi á ekki að taka meira en 2,85 lítra (10%) á þriggja til fjögurra vikna festi sé farið eftir leiðbeiningum og tilmælum eða 4,275 lítra (15%) að hámarki mánaðarlega. Á Íslandi er vikulega tekið 15 til 20% af heildarblóðmagni hryssu. Ef farið væri eftir viðurkenndum stöðlum myndi framleiðslan minnka um 75% eða svo. Augljóst er að svo mikill samdráttur er Ísteka ekki í hag, einkum þegar haft er í huga að fyrirtækið hyggst þrefalda framleiðslu sína og ríflega það á komandi árum. Í þýskum viðmiðunarreglum um blóðtöku til dýralækninga er heimilt að taka að hámarki 15 ml af blóði á hvert kíló líkamsþyngdar á þrjátíu daga fresti. Sé þeirri reglu beitt á íslenska hestinn væri útkoman 5,7 lítrar af blóði á mánuði. Þó ber að geta þess að téðar viðmiðunarreglur leggja að auki bann við því að tekið sé blóð úr fylfullum eða mjólkandi hryssum. Á Íslandi eru merarnar bæði fylfullar og mjólkandi og ber að taka tillit til þess. Að sögn Stephanie Krämer, prófessors við háskólann Giessen, sem kemur fram sem sérfræðingur í heimildamyndinni þá þurfa merarnar að verja orku til mjólkurframleiðslu og fósturþroskans. Að auki gerir blóðtakan það að verkum að þær þurfa að nota orku til þess að bæta sér blóðtapið og er því þrefalt álag á þessum hryssum. Þrjú mikilvæg atriði eru ekki nefnd í opinberum orðsendingum frá Ísteka. Þau eru eftirfarandi: 1. Aðrar leiðir en PMSG eru færar Sérfræðingar í dýralækningum telja að einnig sé unnt að framkalla og samstilla fengitíma með dýrafræðilegum aðgerðum, til dæmis með hreyfingu, kjörfæði og lýsingu, samskiptum við gyltur á fengitíma og samskiptum við gelti. Þessum aðferðum er til dæmis beitt í lífrænum landbúnaði. Auk þess eru til fjölmörg lyf sem tiltæk eru bændum til að framkalla og samstilla fengitíma dýra – í Þýskalandi einu eru 36 tegundir slíkra lyfja – og ýmsar rannsóknir hafa sýnt að virkni þeirra er mjög áþekk virkni PMSG. Nefna má sem dæmi að í Þýskalandi er verið að ýta úr vör starfsþjálfunarverkefni fyrir bændur og dýralækna þar sem þeir eru fræddir um aðra valkosti en PMSG í svínarækt. 2. Blóðtaka flokkuð sem rannsóknir á dýrum Samkvæmt heimildum frá MAST eru til þrír íslenskir lagatextar sem eiga við um blóðtöku vegna framleiðslu á PMSG. Það eru lög um velferð dýra nr. 55/2013, reglugerð nr. 910/2014 um velferð hrossa og reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni og er hún gerð eftir tilskipun ESB nr. 2010/63 sem varðar EES. Leyfi Ísteka til framleiðslu á PMSG byggist á reglugerð nr. 460/2017. Þar með telst blóðtaka til lyfjavinnslu til tilrauna á dýrum, líkt og í ESB. Nú er löggjöf ESB og íslensk löggjöf varðandi tilraunir á dýrum byggð á lögmálunum þremur um að skipta út, draga úr og fínstilla/fullvinna. Reyndar er meginreglan sú að aðeins megi gera tilraunir á dýrum ef enginn önnur leið er í boði. Til eru mörg iðnaðarlyf sem hafa svipuð áhrif og PMSG og þar sem hægt er að ná æskilegri frjósemi búfjár með aðgerðum dýraræktunar stenst ákvæðið um nauðsyn tilrauna á dýrum ekki. Því er blóðtaka á fylfullum hryssum í hagnaðarskyni ólögleg og stjórnvöld geta ekki samþykkt hana. 3. Kerfisbundin brot á íslenskri löggjöf Auk þess að teljast brot á lögmálunum þremur sem fyrr er getið, er blóðtaka til PMSG-vinnslu brot á gildandi kröfum um velferð dýra. Markmiðið með lögum um velferð dýra nr. 55/2013 er að „þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. (...) Ill meðferð dýra er óheimil“. Það er ekki hægt að taka blóð úr hálfvilltum hrossum án þess að beita afli eða valda streitu og ótta. Þvingun í blóðtökubásunum getur valdið meiðslum á hryssunum. Það er óraunhæft og fjárhagslega tilgangslaust að temja og þjálfa 5.300 dýr svo að unnt sé að taka úr þeim blóð án þess að það valdi þeim streitu eða ótta. Slík tamning og þjálfun yrði mjög tímafrek og dýr og yrðu þessi viðskipti ekki eins arðbær og nú er fyrir vikið. Talsmenn Ísteka segja að blóðtaka hjá hryssu taki um tíu mínútur í senn og að heildartími á ári sé að meðaltali ein klukkustund fyrir hverja hryssu. Vissulega eru hryssurnar um tíu mínútur inni í lokuðu hólfunum en ferlið í heild tekur tvo til þrjá tíma og fylgir því mikið álag fyrir þær (þeim er smalað saman með bílum og hundum, svo fylgir aðskilnaður við folöldin, þær eru reknar eftir brautum og þar fram eftir götunum). Sé miðað við átta til tíu blóðtökur á ári (og er þá blóðsýnataka ekki meðtalin), jafngildir þetta 16 til 30 stunda álagi og skelfilegum aðstæðum. Kveðið er á um það í reglugerð um velferð hrossa, nr. 910/2014, að ekki megi gera aðgerðir á hrossum án læknisfræðilegrar ástæðu en í þessu tilviki er greinilega brotið gegn því ákvæði. Notkun PMSG hjá húsdýrum þjónar auk þess engum læknisfræðilegum tilgangi heldur miðar hún alfarið að auknum hagnaði. Ekki er unnt að hafa eftirlit með blóðverslun Þann 19. desember sl. kynnti Ísteka áætlun til úrbóta, þar sem meðal annars var lögð til notkun eftirlitsmyndavéla. Nú eru blóðbýlin býsna mörg, hrossin ganga laus að miklu leyti og fjöldi þeirra er gífurlegur. Þar með er útilokað að viðhafa skilvirkt myndavélaeftirlit enda þyrfti þá að fara yfir mörg þúsund klukkustundir af upptökum á blóðtöku. Þessi texti er þýðing. Greinin var upprunalega samin á ensku og er hún tiltæk á vefsíðu Animal Welfare Foundation . Höfundur greinarinnar er verkefnastjóri hjá Animal Welfare Foundation og Tierschutzbund Zürich.
Umbótaáætlun Ísteka hrint í framkvæmd Vegna umræðu undanfarið um málefni Ísteka, fyrirkomulag á töku blóðs úr fylfullum hryssum, réttmæti blóðtökunnar og fleira vil ég fyrir hönd fyrirtækisins koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri, almenningi og hlutaðeigandi hagsmunaaðilum til upplýsingar. Í upphafi er þó rétt að ítreka að Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum og mun hér eftir sem hingað til taka hart á öllum slíkum tilvikum með slitum á viðskiptasamböndum, eins og fyrirtækið hefur raunar gert í nokkrum tilfellum á undanförnum árum, þar á meðal mjög nýlega. Ísteka leggur enda ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og dýravelferð í allri starfsemi sinni og er eina afurðafyrirtækið á Íslandi sem gerir dýravelferðarsamninga við alla samstarfsbændur. 19. desember 2021 18:38
Lyfjaefni Ísteka gagnast m.a. við vernd villtra dýra Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka. 29. desember 2021 11:30
Áhrif blóðgjafar á hryssur Forveri Ísteka ehf., lyfjaheildsölufyrirtækið G. Ólafsson hf., hóf söfnun á blóði úr fylfullum hryssum á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í lok 8. áratugar seinustu aldar og byrjun þess níunda. Þessar rannsóknir voru birtar árið 1982 og hafa verið endurteknar reglulega hjá Ísteka frá upphafi. Niðurstöður rannsóknanna á áhrifum blóðgjafanna á hryssur og folöld benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa á heilsufar þeirra. 3. janúar 2022 08:01
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar