„Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. janúar 2022 20:32 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir ástandið á spítalanum slæmt. Samkvæmt bjartsýnisspá var gert ráð fyrir að tæplega sextíu sjúklingar yrðu inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar fyrir 20. janúar næstkomandi. Svartsýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi. „Það er raunveruleg þörf vegna þess að þetta orðfæri að tala um bjartsýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mismunandi. Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svokallaða bjartsýnisspá, hún gerir ráð fyrir milli fimmtíu til sextíu inniliggjandi eftir viku og tíu á gjörgæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur. Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. „Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður samfélagið, það er að minnka umferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra innlagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðruvísi en með hertum takmörkunum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir ástandið á spítalanum slæmt. Samkvæmt bjartsýnisspá var gert ráð fyrir að tæplega sextíu sjúklingar yrðu inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar fyrir 20. janúar næstkomandi. Svartsýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi. „Það er raunveruleg þörf vegna þess að þetta orðfæri að tala um bjartsýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mismunandi. Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svokallaða bjartsýnisspá, hún gerir ráð fyrir milli fimmtíu til sextíu inniliggjandi eftir viku og tíu á gjörgæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur. Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. „Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður samfélagið, það er að minnka umferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra innlagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðruvísi en með hertum takmörkunum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56
„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16