Danir hafi vanrækt handritasáttmálann Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. janúar 2022 07:01 Lilja stendur föst á sínu. Handritin skulu heim. vísir/vilhelm Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands. Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja. Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja.
Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira