„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2022 14:35 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01
Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36