Auður Perla Svansdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2022 07:17 Auður Perla Svansdóttir lengi hjá Actavis en hóf störf hjá Nox Medical árið 2017. Aðsend Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn. Auður Perla fæddist 6. apríl 1969 í Reykjavík, dóttir Svans Þórs Vilhjálmssonar, lögmanns f. 1939 og d. 2009, og Ingunnar Jensdóttur listakonu f. 1941. Í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar Perlu segir að hún hafi alist upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og gengið þá í Melaskólann. Hún fluttist svo með móður sinni til Hafnar í Hornafirði árið 1979, var í Heppuskóla og lauk grunnskólaprófi 1984. „Þá lagði hún leið sína í Menntaskólann á Laugarvatni, var fyrsti kvenstallarinn þar og varð stúdent árið 1988. Perla lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði hún einnig stund á söngnám og útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz með framhaldspróf í söng árið 2013. Perla starfaði á annan áratug hjá Actavis á gæðarannsóknardeild félagsins og lengst af í stjórnendastöðu. Árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Perla var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Perla var alltaf virk í öllu félagsstarfi og lætur eftir sig stóra fjölskyldu sem mun sakna hennar mikið. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Kjartan Már Ásmundsson f. 1969 og eftirlifandi börn þeirra eru Kolfinna Kjartansdóttir, háskólanemi í félags- og tómstundafræði f. 1993 í sambúð með Arnari Steini Ólafssyni f. 1986, Karitas Kjartansdóttir, meistaranemi í sálfræði f. 1995 og Eiríkur Friðjón Kjartansson, verkfræðinemi f. 2001. Perla lætur einnig eftir sig sjö systkini sem voru henni öll afar náin,“ segir í tilkynningunni. Andlát Kórar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Auður Perla fæddist 6. apríl 1969 í Reykjavík, dóttir Svans Þórs Vilhjálmssonar, lögmanns f. 1939 og d. 2009, og Ingunnar Jensdóttur listakonu f. 1941. Í tilkynningu frá fjölskyldu Auðar Perlu segir að hún hafi alist upp í Reykjavík til sjö ára aldurs og gengið þá í Melaskólann. Hún fluttist svo með móður sinni til Hafnar í Hornafirði árið 1979, var í Heppuskóla og lauk grunnskólaprófi 1984. „Þá lagði hún leið sína í Menntaskólann á Laugarvatni, var fyrsti kvenstallarinn þar og varð stúdent árið 1988. Perla lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði hún einnig stund á söngnám og útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz með framhaldspróf í söng árið 2013. Perla starfaði á annan áratug hjá Actavis á gæðarannsóknardeild félagsins og lengst af í stjórnendastöðu. Árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Perla var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Perla var alltaf virk í öllu félagsstarfi og lætur eftir sig stóra fjölskyldu sem mun sakna hennar mikið. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Kjartan Már Ásmundsson f. 1969 og eftirlifandi börn þeirra eru Kolfinna Kjartansdóttir, háskólanemi í félags- og tómstundafræði f. 1993 í sambúð með Arnari Steini Ólafssyni f. 1986, Karitas Kjartansdóttir, meistaranemi í sálfræði f. 1995 og Eiríkur Friðjón Kjartansson, verkfræðinemi f. 2001. Perla lætur einnig eftir sig sjö systkini sem voru henni öll afar náin,“ segir í tilkynningunni.
Andlát Kórar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira