Guðmundur Árni snýr aftur í pólitík eftir sextán ár í utanríkisþjónustunni Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2022 23:33 Guðmundur Árni sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í komandi bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir kosningarnar í maí. Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook síðu sinni nú. Það er afar sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að stjórnmálamenn sem farið hafa til starfa í utanríkisþjónustunni snúi aftur fremst á svið stjórnmálanna eins og Guðmundur Árni sækist nú eftir að gera. Guðmundur Árni segir í færslunni að margir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafi lýst yfir stuðningi við að hann byði sig fram til forystu í bænum. Samfylkingin hafi verið í minnihluta í Hafnarfirði síðast liðin átta ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið ríkjum. „Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný viðbrögð, opið stjórnkerfi og virka aðkoma bæjarbúa að endurbótum,“ segir Guðmundur í færslunni og bætir við að hann muni beita sér af fullum krafti og eftirvæntingu. Var vinsæll bæjarstjóri en sagði af sér ráðherraembætti Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Hann var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti. Eins og áður sagði sat hann þó á þingi í níu ár eftir það bæði fyrir Alþýðuflokk og Samfylkinguna. Síðast liðin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra víða en hefur nú óskað eftir því að koma heim frá Winnipeg þar sem hann er sendiherra af persónulegum ástæðum. Facebook færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Frá þessu greinir Guðmundur Árni í færslu á Facebook síðu sinni nú. Það er afar sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að stjórnmálamenn sem farið hafa til starfa í utanríkisþjónustunni snúi aftur fremst á svið stjórnmálanna eins og Guðmundur Árni sækist nú eftir að gera. Guðmundur Árni segir í færslunni að margir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafi lýst yfir stuðningi við að hann byði sig fram til forystu í bænum. Samfylkingin hafi verið í minnihluta í Hafnarfirði síðast liðin átta ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið ríkjum. „Það er mikilvægt að allir Hafnfirðingar geti verið stoltir af bænum sínum. Það kallar á ný viðbrögð, opið stjórnkerfi og virka aðkoma bæjarbúa að endurbótum,“ segir Guðmundur í færslunni og bætir við að hann muni beita sér af fullum krafti og eftirvæntingu. Var vinsæll bæjarstjóri en sagði af sér ráðherraembætti Guðmundur Árni var í bæjarstjórnarmálum í tólf ár og þar af sjö ár bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá árinu 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003. Hann var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti. Eins og áður sagði sat hann þó á þingi í níu ár eftir það bæði fyrir Alþýðuflokk og Samfylkinguna. Síðast liðin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra víða en hefur nú óskað eftir því að koma heim frá Winnipeg þar sem hann er sendiherra af persónulegum ástæðum. Facebook færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira