Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 19:02 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent