Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 19:02 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira