Svar við opnu bréfi - 7. bekkur Birgir Edwald skrifar 12. janúar 2022 16:31 Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri
Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar