Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 19:00 Katrín Jakobsdóttir. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi. Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30
„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32