Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2022 14:03 Fyrrverandi stuðningsmaður flokks Ingu Sæland segir framkomu hennar ekki sæma þingmanni. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu
Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira