Matvælastofnun rannsakar dularfullan hósta meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 09:50 Hingað til hafa öll sýni sem prófuð hafa verið fyrir Covid-19 reynst neikvæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur sett af stað rannsókn í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hósta hjá hundum sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið. Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið.
Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira