Að túlka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:01 Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við? Ekki stóð á viðbrögðum samfélagsins. Fókusinn fór fljótt af gjörðinni sjálfri og blaðamenn fóru að vakta fésbókarsíður í von um bitastæð læk. Og jú, mikið rétt: það komu tvölæk sem þeim þótti tilefni til að skrifa um. Bæði frá ungum konum, og hvorugt kannski þaulhugsað. Önnur dró lækið til baka og varð því ekki skotspónn mikið meiri umfjöllunar. Hin varð tilefni ótal fyrirsagna. Lækið var meðal virkra í athugasemdum jafnvel talið vísbending um að hægrisinnaði stjórnmálaflokkurinn sem hún tilheyrir og haldið er að miðaldramennirnir tilheyri líka væri meðmæltur svona atferli. Ég hef samt aldrei heyrt tilsvarandi um stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða miðju, með innanborðs miðaldramenn og eldri sem lent hafa í fjölmiðlum vegna svipaðs athæfis og jafnvel verra. En síðmiðaldra karlkyns pistlaskrifari á vinstri vængnum notaði tækifærið til að hrósa útliti frétta fjölmiðilsins sem hann skrifar fyrir. Það er að segja fréttanna um þetta tiltekna mál. Honum fannst útlitið töff. Sjálf lenti ég í því fyrir rúmu ári að læk við fésbókarfærslu frá mér varð að umfjöllunarefni fjölmiðla, og lögðust ýmsir í túlkanir á því læki, allt upp í mjög alvöruþrungnar. Og nokkrir vinir mínir, sem ekkert höfðu gert annað en að læka á sömu færslu, lentu alls óvænt í einum fjölmiðlanna fyrir vikið. Undir fullu nafni og með mynd af sér. Þetta fannst mér til marks um hversu mikið fókus á læk getur afvegaleitt umræðuna. Mín athugasemd, sem ég fékk þetta læk á, var í stuttu máli um að betra væri að dómstólarnir sæju um að dæma** en að fjölmiðlamenn eða heykvíslar samfélagsmiðlanna gerðu það. Hvernig geta læk orðið svona mikilvæg? Ég er búin að finna hvað tengir saman pottormana þrjá sem hafa notið velgengni í viðskiptalífinu, án þess þó að sú tenging skýri atferlið allt. Tengingin er ekki viðskipti, til þess starfa þeir í of ólíkum geirum. Tæpast er hún stjórnmálaskoðanir, samanber það sem að ofan segir. En þeir hafa allir haft sama einkaþjálfarann***. Höfundur er ekki túlkandi læks. *Orðið er að finna á nýyrðavef Árnastofnunar, en er þar einungis notað um menn með ákveðið orðfæri. Ég tel rétt að útvíkka merkinguna þannig að hún taki til atferlis einnig. **Eitt er að hafa skoðun á atferli og annað að úttala sig fyrirfram um ferli og lyktir hugsanlegra dómsmála. ***Ég hlekkja ekki á upplýsingarnar um það en þær liggja á opinni Facebook síðu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun