Loka í þrjár vikur til að aðstoða Landspítalann: „Þetta er bara dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 18:56 Klíníkin í Ármúla starfrækir fjórar skurðstofur. Vísir/Hanna Ákveðið hefur verið að loka Klíníkinni næstu þrjár vikurnar á meðan tæplega tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hlaupa undir bagga með starfsfólki Landspítalans. Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Framkvæmdastjóri Klíníkinnar segir að aflýsa þurfi um 206 aðgerðum vegna þessa en að starfsliðið hafi talið mikilvægt að svara kallinu í ljósi þess mikla álags sem faraldurinn hafi lagt á spítalann. Hluti starfsmanna byrjar að sinna Covid-sjúklingum strax í fyrramálið. Mbl.is greindi fyrst frá. Klíníkin hefur áður skert starfsemi sína til að aðstoða spítalann en þetta er í fyrsta sinn sem skurðstofustarfseminni er alfarið lokað. Í ágúst lokuðu stjórnendur tveimur skurðstofum af fjórum til að losa starfsfólk og þá hefur fyrirtækið tekið að sér aðgerðir fyrir Landspítalann til að grynnka á biðlistum. Ekkert annað í stöðunni „Þetta er miklu alvarlega mál núna svo það var ekkert annað í stöðunni en að loka alveg fyrirtækinu og að það færu allir niður eftir,“ segir Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar. Landspítalinn greindi frá því í morgun að 38 sjúklingar væru þar ýmist með eða vegna Covid-19. Átta eru á gjörgæslu og þar af sex í öndunarvél. Klíníkin mun áfram greiða starfsfólki sínu laun en Sjúkratryggingar Íslands bæta fyrirtækinu fjárhagslegt tjón vegna lokunarinnar. Sigurður Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar.Klíníkin „Við vorum búin að vera í reglulegum samskiptum við spítalann þegar ómíkron fór að láta á sér kræla. Við vissum hvert stefndi en svo fengum við erindi frá heilbrigðisráðuneytinu á miðvikudaginn um að við lögðum allt frá okkur og færum þarna niður eftir,“ segir Sigurður. Í kjölfarið hafi hugmyndin verið borin undir starfsmenn sem voru allir reiðubúnir að fara. Núverandi bylgja geti drekkt Landspítalanum „Þetta verður eiginlega stóra prófið fyrir heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta verði miklu þyngra heldur en áður svo það var ekkert annað í stöðinni en að taka vel í þetta. Við förum bara þarna inn og gerum það sem við getum.“ „Hinn hópurinn sem þarf að fá smá kredit eru þeir sjúklingar sem láta þetta yfir sig ganga. Þessar tafir verða mikið rask fyrir þennan hóp,“ bætir Sigurður við. Hann hvetur nú fólk eindregið til að gæta að sóttvörnum, láta bólusetja sig fyrir alla muni og þiggja örvunarskammt. „Þetta er ekkert grín núna. Þetta er bara dauðans alvara og það er alveg möguleiki að spítalinn fari á kaf ef verstu spár ganga eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira