Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2022 20:00 Andrés Ingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu. Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu.
Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26