Hvert er planið? Eiríkur Sigurðsson skrifar 7. janúar 2022 12:32 Það er ein af ömurlegri staðreyndum lífsins að fólk deyr. Árið 2020 dóu alls 2304 Íslendingar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá dóu 683 vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, 631 vegna æxlis (þar af 64 vegna æxlis í blöðruhálskirtli og 45 vegna æxlis í brjósti), 33 vegna sykursýki, 106 vegna geð- og atferlisraskana, 59 vegna lungnabólgu, 72 af óhöppum og 5 úr inflúensu. Alls dóu 24 einstaklingar 20 ára og yngri á Íslandi árið 2020. Alls hafa 39 manns látist á Íslandi af Covid19 frá því faraldurinn kom upp fyrri hluta árs 2020, þar af átta í fyrra og engin börn. Það er mikilvægt að hafa þessar tölur í huga þegar rætt er hversu mikið er réttlætanlegt að skerða frelsi fólks vegna sóttvarna út af Covid. Margvíslegur kostnaður við sóttvarnaraðgerðir Þótt enn sé um fátt annað rætt í þjóðfélaginu en Covid er staðan nú allt önnur en í upphafi faraldursins. Yfir 90% landsmanna yfir tólf ára aldri eru bólusettir við veirunni, en bólusetning veitir ágætis vörn gegn alvarlegum veikindum þó hún komi ekki í veg fyrir smit. Meðferðarúrræði hafa batnað verulega og komið er fram nýtt og meira smitandi afbrigði sem veldur minni einkennum. Íslendingum hefur tekist frábærlega til við að halda faraldrinum í skefjum en hafa, líkt og margar aðrar þjóðir, kostað miklu til. Þá er bæði átt við fjármuni og ekki síður margvíslegan samfélagslegan kostnað, mælanlegan og ómælanlegan. Það er t.d. erfitt að meta kostnaðinn við að mega ekki heimsækja aldraða foreldra á hjúkrunarheimili, fyrir unglinga að geta ekki lesið í svip skólafélaga sinna eða fyrir allan almenning að þurfa sífellt að hafa í huga að halda fjarlægð við náungann og vera í sífelldri hættu á að verða hnepptur í stofufangelsi vegna sóttvarna. Þessir hlutir skipta máli og eru ekki léttvægir. 100 smit á dag þýða um 10 ár í faraldri Með um þúsund smitum sem greinast á dag án þess að innlögnum á spítala hafi fjölgað verulega er nú loksins útlit fyrir að hægt verði að ná einhverskonar hjarðónæmi á fyrirsjáanlegum tíma, þ.e. á um það bil einu ári. Samt látum við enn eins og allt sé hér í hers höndum. Linnulaus hræðsluáróður fjölmiðla sem þylja upp smittölur í sífellu og senda daglega beint frá fréttamannafundi Almannavarna hefur orðið til þess að flestum finnst að kosta megi hverju sem er til svo halda megi smittölum undir 100 á dag. Fæstir átta sig þó á því að með þeim hraða mun um áratugur líða áður en allir Íslendingar hafa smitast. Má í raun horfa til annarra þátta en sóttvarna? Sóttvarnarlæknir segir að eðlilegt sé að ríkistjórnin horfi til annarra þátta en sóttvarna þegar sóttvarnarráðstafanir eru ákveðnar en mætir svo í fjölmiðla til að gagnrýna minnstu frávik frá því sem hann leggur til. Margir foreldrar grunnskólabarna eru líka ósáttir við ákvörðun ráðherra um að fara ekki að ráðleggingum sóttvarnarlæknis um að seinka skólabyrjun og senda því börn sín ekki í skólann. Samt er vitað að grunnskólabörn finna almennt lítið fyrir því að sýkjast af veirunni. Margir grunnskólakennarar taka undir þetta og finnst að þeir eigi ekki að þurfa að mæta í vinnuna því þeir gætu sýkst (auk þess sem álagið sé mikið og launin lág). Mörg eru reiðubúin til að ganga lengra í sóttvörnum en opinberar reglugerðir segja til um. Skólameistarar framhaldsskóla bönnuðu t.d. skólaböll nánast alla síðustu önn þótt fyrir þeim væri sérstök og mjög skýr undanþága í reglugerð um takmarkanir á samkomum. Flestum virðist reyndar finnast allt í lagi að frelsi barna og unglinga til eðlilegs náms og félagslífs hafi nú verið skert í tvö ár, fyrst og fremst til að halda fjölda smita meðal fullorðins fólks í lágmarki. Skítt með áhrif á menntun, líðan og þroska unga fólksins. Er frelsi einskis virði? Óyfirlýst markmið virðist nú vera að enginn megi deyja af völdum Covid og að sem allra fæstir séu sýktir á hverjum tíma, sama hvað það kostar. Allt skal miðast við að samfélagið lagi sig að óbreyttri starfsemi Landspítalans, frekar en að gera honum kleift að laga sig að ástandinu. Þegar þetta er skrifað eru 32 á sjúkrahúsi með Covid og sjö á gjörgæslu. Sama hvað hver segir, það er krísa en ætti ekki að vera neyðarástand. Í þessari stöðu væri gott að fá að vita hvert er planið fyrir næstu vikur, mánuði og ár. Er fullbólusett þjóðin sátt við að búa meira og minna við þær takmarkanir sem nú eru í gildi næstu ár vegna sjúkdóms sem veldur takmörkuðum skaða? Er frelsið ekki þess virði að færa neinar fórnir? Getum við ekki allavega sammælst um að hætta sóttvarnaraðgerðum þegar bólusetningu barna er lokið og þau sem vilja þiggja örvunarskammt af bóluefni hafa fengið hann? Höfundur er líffræðingur og almannatengill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Það er ein af ömurlegri staðreyndum lífsins að fólk deyr. Árið 2020 dóu alls 2304 Íslendingar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá dóu 683 vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, 631 vegna æxlis (þar af 64 vegna æxlis í blöðruhálskirtli og 45 vegna æxlis í brjósti), 33 vegna sykursýki, 106 vegna geð- og atferlisraskana, 59 vegna lungnabólgu, 72 af óhöppum og 5 úr inflúensu. Alls dóu 24 einstaklingar 20 ára og yngri á Íslandi árið 2020. Alls hafa 39 manns látist á Íslandi af Covid19 frá því faraldurinn kom upp fyrri hluta árs 2020, þar af átta í fyrra og engin börn. Það er mikilvægt að hafa þessar tölur í huga þegar rætt er hversu mikið er réttlætanlegt að skerða frelsi fólks vegna sóttvarna út af Covid. Margvíslegur kostnaður við sóttvarnaraðgerðir Þótt enn sé um fátt annað rætt í þjóðfélaginu en Covid er staðan nú allt önnur en í upphafi faraldursins. Yfir 90% landsmanna yfir tólf ára aldri eru bólusettir við veirunni, en bólusetning veitir ágætis vörn gegn alvarlegum veikindum þó hún komi ekki í veg fyrir smit. Meðferðarúrræði hafa batnað verulega og komið er fram nýtt og meira smitandi afbrigði sem veldur minni einkennum. Íslendingum hefur tekist frábærlega til við að halda faraldrinum í skefjum en hafa, líkt og margar aðrar þjóðir, kostað miklu til. Þá er bæði átt við fjármuni og ekki síður margvíslegan samfélagslegan kostnað, mælanlegan og ómælanlegan. Það er t.d. erfitt að meta kostnaðinn við að mega ekki heimsækja aldraða foreldra á hjúkrunarheimili, fyrir unglinga að geta ekki lesið í svip skólafélaga sinna eða fyrir allan almenning að þurfa sífellt að hafa í huga að halda fjarlægð við náungann og vera í sífelldri hættu á að verða hnepptur í stofufangelsi vegna sóttvarna. Þessir hlutir skipta máli og eru ekki léttvægir. 100 smit á dag þýða um 10 ár í faraldri Með um þúsund smitum sem greinast á dag án þess að innlögnum á spítala hafi fjölgað verulega er nú loksins útlit fyrir að hægt verði að ná einhverskonar hjarðónæmi á fyrirsjáanlegum tíma, þ.e. á um það bil einu ári. Samt látum við enn eins og allt sé hér í hers höndum. Linnulaus hræðsluáróður fjölmiðla sem þylja upp smittölur í sífellu og senda daglega beint frá fréttamannafundi Almannavarna hefur orðið til þess að flestum finnst að kosta megi hverju sem er til svo halda megi smittölum undir 100 á dag. Fæstir átta sig þó á því að með þeim hraða mun um áratugur líða áður en allir Íslendingar hafa smitast. Má í raun horfa til annarra þátta en sóttvarna? Sóttvarnarlæknir segir að eðlilegt sé að ríkistjórnin horfi til annarra þátta en sóttvarna þegar sóttvarnarráðstafanir eru ákveðnar en mætir svo í fjölmiðla til að gagnrýna minnstu frávik frá því sem hann leggur til. Margir foreldrar grunnskólabarna eru líka ósáttir við ákvörðun ráðherra um að fara ekki að ráðleggingum sóttvarnarlæknis um að seinka skólabyrjun og senda því börn sín ekki í skólann. Samt er vitað að grunnskólabörn finna almennt lítið fyrir því að sýkjast af veirunni. Margir grunnskólakennarar taka undir þetta og finnst að þeir eigi ekki að þurfa að mæta í vinnuna því þeir gætu sýkst (auk þess sem álagið sé mikið og launin lág). Mörg eru reiðubúin til að ganga lengra í sóttvörnum en opinberar reglugerðir segja til um. Skólameistarar framhaldsskóla bönnuðu t.d. skólaböll nánast alla síðustu önn þótt fyrir þeim væri sérstök og mjög skýr undanþága í reglugerð um takmarkanir á samkomum. Flestum virðist reyndar finnast allt í lagi að frelsi barna og unglinga til eðlilegs náms og félagslífs hafi nú verið skert í tvö ár, fyrst og fremst til að halda fjölda smita meðal fullorðins fólks í lágmarki. Skítt með áhrif á menntun, líðan og þroska unga fólksins. Er frelsi einskis virði? Óyfirlýst markmið virðist nú vera að enginn megi deyja af völdum Covid og að sem allra fæstir séu sýktir á hverjum tíma, sama hvað það kostar. Allt skal miðast við að samfélagið lagi sig að óbreyttri starfsemi Landspítalans, frekar en að gera honum kleift að laga sig að ástandinu. Þegar þetta er skrifað eru 32 á sjúkrahúsi með Covid og sjö á gjörgæslu. Sama hvað hver segir, það er krísa en ætti ekki að vera neyðarástand. Í þessari stöðu væri gott að fá að vita hvert er planið fyrir næstu vikur, mánuði og ár. Er fullbólusett þjóðin sátt við að búa meira og minna við þær takmarkanir sem nú eru í gildi næstu ár vegna sjúkdóms sem veldur takmörkuðum skaða? Er frelsið ekki þess virði að færa neinar fórnir? Getum við ekki allavega sammælst um að hætta sóttvarnaraðgerðum þegar bólusetningu barna er lokið og þau sem vilja þiggja örvunarskammt af bóluefni hafa fengið hann? Höfundur er líffræðingur og almannatengill.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun