Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Srdan Dojkovic notaði gjallarhorn til að koma skilaboðum sínum áleiðis. getty/Srdjan Stevanovic Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira