Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 10:42 Ef spá Landspítalans gengur eftir munu 80 þúsund manns hafa smitast af SARS-CoV-2 í byrjun mars. Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira