Sláandi en ánægjuleg tíðindi leynist í Covid-tölum síðustu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2022 22:00 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræđideildar Landspítala og professor í ónæmisfræđi viđ læknadeild HÍ, segir að sláandi en ánægjuleg tíðindi birtist þegar rýnt er í Covid-19 tölfræði frá 29. desember til gærdagsins. Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis, nú síðdegis, þar sem hann fór snögglega yfir Covid-19 tengda tölfræði. Faraldurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarna daga og vikur, drifinn áfram af ómíkrónafbrigðinu. Nærri tíu þúsund eru í einangrun og yfir þúsund hafa greinst á degi hverjum undanfarna daga. Björn Rúnar segir þó að þegar rýnt sé nánar í tölfræðina komi bæði merkilegar og ánægjulegar niðurstöður í ljós „Í fyrsta lagi þá virðist það vera að af þeim sem eru óbólusettir, eru svona 2,4-2,5 prósent sem eru að leggjast inn á spítala. Sem er náttúrulega alltof hátt en það er hins vegar helmingi minna en var á fyrri stigum þannig að við erum að ná greinilega betri tökum held ég á meðferðinni og árangurinn á Covid-göngudeildinni að skila sér þarna,“ sagði Björn Rúnar sem vakti mikla lukku þáttastjórnanda þegar hann greindi frá því að yngsti sonur hans kallaði ómíkronafbrigðið „jólíkron“. Eitt merkilegra en annað Þá sagði Björn Rúnar að ein staðreynd sem birtist í tölunum væri merkilegri en aðrar. „Miðað við þessar tölur sem ég hef verið að rýna í núna þá er innlagnartíðni hjá bólusettum ekki nema 0,2 prósent. Það er tífalt minna heldur en hjá þeim sem eru óbólusettir,“ sagði Björn Rúnar. Með ákveðnum fyrirvara sagði hann einnig líklegt að þessi tala væri enn lægri hjá þríbólusettum. Þetta væru sláandi, en ánægjulegar niðurstöður, samanborið við fyrri bylgjur. „Þeir sem eru þríbólusettir eru lægstir þannig að líklega er innlagnartíðnin hjá þríbólusettum enn lægri heldur en þetta. Þetta eru mjög sláandi niðurstöður en ánægjulegt og þetta er töluvert minna en var hjá bólusettum í fyrri bylgjunum, eiginlega tífalt lægra innlagnarhlutfall. Þetta er miklu miklu lægra heldur en hefur verið að birtast erlendis þannig að við erum greinilega að gera eitthvað gott hérna á Íslandi,“ sagði Björn Rúnar. 52 óbólusettir lagst inn á móti ellefu bólusettum á umræddu tímabili Sagði Björn Rúnar að þetta væri til marks um gildi bólusetningar, tölurnar síðustu níu daga, frá 29. desember, sýndu það svart á hvítu. „Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir. Þið sjáið hvað hlutfallið er margfalt meira hjá óbólusettum. Það eru 52 á þessu tímabili sem hafa lagst inn á spítalann meðan það eru ellefu á meðal bólusettra,“ sagði Björn Rúnar sem bætti einnig við að langstærsti hluti þeirra sem þarf á gjörgæslu að halda vegna Covid-19 væri óbólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent