Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:23 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18