Stefnir í spennandi formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 14:25 Bæði sækjast eftir því að verða næsti formaður Eflingar. vísir/vilhelm Allt stefnir í æsispennandi formannsslag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnarmenn stéttarfélagsins hafa gefið kost á sér til formennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan félagsins í haust þegar fyrrverandi formaður þess sagði af sér. Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent