Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2022 21:51 Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri Klettaskóla. Vísir Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira