Börn og PCR sýnataka Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 4. janúar 2022 15:30 Þann 30. desember sl., gaf Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins út tilmæli ætluðum foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Tilmælin í heild sinni eru: Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Jón Viðar Matthíasson, Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Líkt og tilmælin bera með sér fái börn kvef þurfa þau að fara í PCR próf til að mega mæta í leik- eða grunnskóla. Foreldrar leikskólabarna hafa sumir hverjir bent á að börn séu reglulega með kvef og sýnatakan reyni mikið á yngstu börnin. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun Nú er vetur og kvefpestir ganga sinn gang eins og vanalega. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa fáa sem geta hlaupið undir bagga til að gæta barns á meðan það er með kvefpest. Barn getur að auki verið með kvef eina vikuna og svo aftur þarnæstu viku o.s.frv. Þar af leiðandi neyðist foreldrið til að fara með barnið í PCR próf svo það geti mætt í leikskóla eða grunnskóla og foreldrið geti sótt vinnu. Í leikskólum ganga kvefpestir oft á tíðum og ef við ímyndum okkur að eitt barn með kvef fari í PCR próf og greinist neikvætt, fer þ.a.l. í leikskólann, hversu mörg önnur börn gætu smitast af því barni og þurft í kjölfarið að fara í PCR próf. Ef við einblínum á leikskólabörn þá eru þau á aldrinum 1-6 ára, sem er nokkuð viðkvæmur aldur varðandi þroska. Hvað eldri leikskólabörnin varðar, sem eru að nálgast skólaaldurinn, þá eru mörg hver hrædd við að fara í PCR prófið þar sem þau vita hvernig það er framkvæmt. Neiti barn að fara í PCR prófið er lítið hægt að gera annað en að halda barninu niðri. Halda barninu niðri svo hægt sé að athuga hvort það sé með COVID-19 af því það er með kvefeinkenni. Höfundur skilur vel þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, smittölur eru háar og er kapp lagt í að stemma stigu við faraldrinum. Það sem höfundur gagnrýnir eru tilmælin um að barn þurfi að fara í PCR próf sé það með kvefeinkenni til þess að fá að mæta í leik- og grunnskóla og afleiðingar sem geta hlotist af því. Afleiðingar fyrir börn að vera þvinguð í próf vegna kvefs þar sem þeim er jafnvel haldið niðri geta án efa verið streituvaldandi. Meðalhóf við ákvörðunartöku Alltaf er gott að hafa í huga meðalhóf og mannréttindi barna. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir varðandi börn (3. gr. Barnasáttmálans). Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau (19. gr. Barnasáttmálans). Með tilmælunum er ekki gætt að meðalhófi (að mati höfundar) og ekki komið til móts við mannréttindi barna yfir höfuð. Þá hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gagnrýnt framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að umhverfið á Suðurlandsbraut (þar sem sýnataka á höfuðborgarsvæðinu fer fram) sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Þá bendir hún á að það þurfi að hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna geti valdið börnum miklum kvíða. Ákjósanlegast væri að sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði og að sýnatakan væri framkvæmd af aðilum sem hafa fengið þjálfun sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna. Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi og ætti öllum að standa á sama hvernig staðið er að sýnatöku barna. Að öllu framangreindu virtu verður að grípa til viðeigandi úrræða þegar kemur að sýnatöku barna sem og að gæta að meðalhófi við ákvarðanir um tilmæli og aðrar reglur. Ábyrgð stjórnvalda hvað þetta varðar er mikil. Höfundur er þriggja barna móðir og lögfræðingur sem lagði áherslu á barnarétt í laganámi. Heimildir: https://www.visir.is/g/20222203710d/for-eldrar-bednir-um-ad-haetta-ad-senda-born-a-leik-skola-med-kvef https://www.barn.is/media/bref/Heilsugaesla-framkvaemd-pcr-profa.pdf https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/heildartexti-barnasattmalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Þann 30. desember sl., gaf Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins út tilmæli ætluðum foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Tilmælin í heild sinni eru: Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Jón Viðar Matthíasson, Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Líkt og tilmælin bera með sér fái börn kvef þurfa þau að fara í PCR próf til að mega mæta í leik- eða grunnskóla. Foreldrar leikskólabarna hafa sumir hverjir bent á að börn séu reglulega með kvef og sýnatakan reyni mikið á yngstu börnin. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun Nú er vetur og kvefpestir ganga sinn gang eins og vanalega. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa fáa sem geta hlaupið undir bagga til að gæta barns á meðan það er með kvefpest. Barn getur að auki verið með kvef eina vikuna og svo aftur þarnæstu viku o.s.frv. Þar af leiðandi neyðist foreldrið til að fara með barnið í PCR próf svo það geti mætt í leikskóla eða grunnskóla og foreldrið geti sótt vinnu. Í leikskólum ganga kvefpestir oft á tíðum og ef við ímyndum okkur að eitt barn með kvef fari í PCR próf og greinist neikvætt, fer þ.a.l. í leikskólann, hversu mörg önnur börn gætu smitast af því barni og þurft í kjölfarið að fara í PCR próf. Ef við einblínum á leikskólabörn þá eru þau á aldrinum 1-6 ára, sem er nokkuð viðkvæmur aldur varðandi þroska. Hvað eldri leikskólabörnin varðar, sem eru að nálgast skólaaldurinn, þá eru mörg hver hrædd við að fara í PCR prófið þar sem þau vita hvernig það er framkvæmt. Neiti barn að fara í PCR prófið er lítið hægt að gera annað en að halda barninu niðri. Halda barninu niðri svo hægt sé að athuga hvort það sé með COVID-19 af því það er með kvefeinkenni. Höfundur skilur vel þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, smittölur eru háar og er kapp lagt í að stemma stigu við faraldrinum. Það sem höfundur gagnrýnir eru tilmælin um að barn þurfi að fara í PCR próf sé það með kvefeinkenni til þess að fá að mæta í leik- og grunnskóla og afleiðingar sem geta hlotist af því. Afleiðingar fyrir börn að vera þvinguð í próf vegna kvefs þar sem þeim er jafnvel haldið niðri geta án efa verið streituvaldandi. Meðalhóf við ákvörðunartöku Alltaf er gott að hafa í huga meðalhóf og mannréttindi barna. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir varðandi börn (3. gr. Barnasáttmálans). Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau (19. gr. Barnasáttmálans). Með tilmælunum er ekki gætt að meðalhófi (að mati höfundar) og ekki komið til móts við mannréttindi barna yfir höfuð. Þá hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gagnrýnt framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að umhverfið á Suðurlandsbraut (þar sem sýnataka á höfuðborgarsvæðinu fer fram) sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Þá bendir hún á að það þurfi að hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna geti valdið börnum miklum kvíða. Ákjósanlegast væri að sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði og að sýnatakan væri framkvæmd af aðilum sem hafa fengið þjálfun sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna. Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi og ætti öllum að standa á sama hvernig staðið er að sýnatöku barna. Að öllu framangreindu virtu verður að grípa til viðeigandi úrræða þegar kemur að sýnatöku barna sem og að gæta að meðalhófi við ákvarðanir um tilmæli og aðrar reglur. Ábyrgð stjórnvalda hvað þetta varðar er mikil. Höfundur er þriggja barna móðir og lögfræðingur sem lagði áherslu á barnarétt í laganámi. Heimildir: https://www.visir.is/g/20222203710d/for-eldrar-bednir-um-ad-haetta-ad-senda-born-a-leik-skola-med-kvef https://www.barn.is/media/bref/Heilsugaesla-framkvaemd-pcr-profa.pdf https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/heildartexti-barnasattmalans
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun