Ásgeir vill fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 09:08 Ásgeir Sveinsson. Aðsend Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent