Verulegur hluti sjálfstæðismanna efast um réttmæti aðgerða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 21:01 Þau Ásmundur Friðriksson og Diljá Mist Einarsdóttir eru sammála um margt en ekki gildandi samkomutakmarkanir. vísir/vilhelm Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt eins mikil óeining á þingi um réttmæti harðra samkomutakmarkana. Flestir þingmenn sem eru á móti þeim tilheyra flokki Sjálfstæðismanna og Viðreisnarmenn hallast í sömu átt. Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira