Spáir því að Smith snúi á söguna og verði heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 13:30 Hvor þeirra lyftir Sid Waddell bikarnum í kvöld, Michael Smith eða Peter Wright? epa/SEAN DEMPSEY/getty/LUKE WALKER Heimsmeistaramótinu í pílukasti lýkur í kvöld með úrslitaleik Michaels Smith og Peters Wright. Einn helsti pílusérfræðingur landsins spáir því að úrslitin ráðist í oddasetti. Níutíuogsex keppendur hófu leik á HM í pílukasti en nú standa aðeins tveir eftir; Smith og Wright sem hafa báðir leikið stórvel á mótinu. Smith komst í úrslit á HM 2019 en tapaði fyrir Michael van Gerwen. Wright tapaði einnig í úrslitum fyrir Van Gerwen 2014 en náði fram hefndum með því að sigra Hollendinginn í úrslitaleiknum á HM 2020. Og hann getur lyft Sid Wadell bikarnum í annað sinn í kvöld vinni hann Smith. „Við eigum von á mörgum 180, háu skori og jöfnum leik. Ég held að hann fari alla leið og endi 7-6,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þ. Guðjónsson í samtali við Vísi. Hann hallast frekar að sigri Smiths, ekki síst þar sem hann fór í gegnum sannkallaðar eldraunir gegn Jonny Clayton og heimsmeistaranum Gerwyn Price. Guðni Þ. Guðjónsson hefur fylgst grannt með gangi mála á HM í pílukasti.úr einkasafni „Smith er búinn að klára Clayton og Price í miklum spennuleikjum. Hann er líka með tæplega fimmtíu prósent árangur í útskotum á móti fjörutíu prósentum hjá Wright. Ég held að þetta sé árið hans Smiths og hann klári þetta. En þetta verður veisla í kvöld,“ sagði Guðni. Í undanúrslitunum í gær sigraði Smith James Wade, 6-3, á meðan Wright bar sigurorð af Gary Anderson, 6-4. Báðir voru með frábært meðaltal, Wright 104,38 og Smith 100,98, og Wright setti met á HM með því að ná 24 sinnum fullkomnu skori, eða 180. „Metið yfir flest 180 hjá leikmanni á HM er 71 sem Anderson á. Ég held að bæði Wright og Smith bæti það í kvöld. Við fáum svona 40-42 180 skor,“ sagði Guðni en metið yfir flest 180 í úrslitaleik er 34 hjá Anderson og Adrian Lewis 2016. Wright varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.epa/SEAN DEMPSEY Sem fyrr sagði komst Smith í úrslit á HM 2019. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og datt út í 1. umferð á HM 2020 og 2021. En í ár hefur annað verið uppi á teningnum, Smith hefur spilað einstaklega vel og er með hæsta meðalskorið á HM, 100,66. Wright er sjónarmun á eftir með 100,65. Jafnara verður það varla. Guðni segir að framganga Smiths á HM hafi komið á óvart þótt vissulega hafi hæfileikar hans alltaf legið fyrir. „Já, ég myndi segja það. Hann hefur oft verið í umræðunni en alltaf tekist að klúðra þessu á stóra sviðinu,“ sagði Guðni. Smith og Wright mættust síðast á Grand Slam þar sem Wright vann 16-12. Þeir hafa mæst ellefu sinnum í útsláttarleikjum á sjónvarpsmótum og Wright hefur unnið alla leikina. Peter Wright v Michael Smith TV KO games2013 PC - Wright 6-22014 WC - Wright 4-32014 UK - Wright 9-82017 MM - Wright 10-92018 MM - Wright 11-82019 M - Wright 10-62019 CL - Wright 11-52020 M - Wright 11-102020 PC - Wright 10-62021 WM - Wright 16-72021 GS - Wright 16-12— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) January 2, 2022 „Sagan er ekki með Smith í kvöld ef við tökum þessa leiki en ég held hann klári þetta,“ sagði Guðni að lokum. Bein útsending frá úrslitaleiknum á HM í pílukasti hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Níutíuogsex keppendur hófu leik á HM í pílukasti en nú standa aðeins tveir eftir; Smith og Wright sem hafa báðir leikið stórvel á mótinu. Smith komst í úrslit á HM 2019 en tapaði fyrir Michael van Gerwen. Wright tapaði einnig í úrslitum fyrir Van Gerwen 2014 en náði fram hefndum með því að sigra Hollendinginn í úrslitaleiknum á HM 2020. Og hann getur lyft Sid Wadell bikarnum í annað sinn í kvöld vinni hann Smith. „Við eigum von á mörgum 180, háu skori og jöfnum leik. Ég held að hann fari alla leið og endi 7-6,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þ. Guðjónsson í samtali við Vísi. Hann hallast frekar að sigri Smiths, ekki síst þar sem hann fór í gegnum sannkallaðar eldraunir gegn Jonny Clayton og heimsmeistaranum Gerwyn Price. Guðni Þ. Guðjónsson hefur fylgst grannt með gangi mála á HM í pílukasti.úr einkasafni „Smith er búinn að klára Clayton og Price í miklum spennuleikjum. Hann er líka með tæplega fimmtíu prósent árangur í útskotum á móti fjörutíu prósentum hjá Wright. Ég held að þetta sé árið hans Smiths og hann klári þetta. En þetta verður veisla í kvöld,“ sagði Guðni. Í undanúrslitunum í gær sigraði Smith James Wade, 6-3, á meðan Wright bar sigurorð af Gary Anderson, 6-4. Báðir voru með frábært meðaltal, Wright 104,38 og Smith 100,98, og Wright setti met á HM með því að ná 24 sinnum fullkomnu skori, eða 180. „Metið yfir flest 180 hjá leikmanni á HM er 71 sem Anderson á. Ég held að bæði Wright og Smith bæti það í kvöld. Við fáum svona 40-42 180 skor,“ sagði Guðni en metið yfir flest 180 í úrslitaleik er 34 hjá Anderson og Adrian Lewis 2016. Wright varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.epa/SEAN DEMPSEY Sem fyrr sagði komst Smith í úrslit á HM 2019. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og datt út í 1. umferð á HM 2020 og 2021. En í ár hefur annað verið uppi á teningnum, Smith hefur spilað einstaklega vel og er með hæsta meðalskorið á HM, 100,66. Wright er sjónarmun á eftir með 100,65. Jafnara verður það varla. Guðni segir að framganga Smiths á HM hafi komið á óvart þótt vissulega hafi hæfileikar hans alltaf legið fyrir. „Já, ég myndi segja það. Hann hefur oft verið í umræðunni en alltaf tekist að klúðra þessu á stóra sviðinu,“ sagði Guðni. Smith og Wright mættust síðast á Grand Slam þar sem Wright vann 16-12. Þeir hafa mæst ellefu sinnum í útsláttarleikjum á sjónvarpsmótum og Wright hefur unnið alla leikina. Peter Wright v Michael Smith TV KO games2013 PC - Wright 6-22014 WC - Wright 4-32014 UK - Wright 9-82017 MM - Wright 10-92018 MM - Wright 11-82019 M - Wright 10-62019 CL - Wright 11-52020 M - Wright 11-102020 PC - Wright 10-62021 WM - Wright 16-72021 GS - Wright 16-12— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) January 2, 2022 „Sagan er ekki með Smith í kvöld ef við tökum þessa leiki en ég held hann klári þetta,“ sagði Guðni að lokum. Bein útsending frá úrslitaleiknum á HM í pílukasti hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn