Áhrif blóðgjafar á hryssur Arnþór Guðlaugsson skrifar 3. janúar 2022 08:01 Forveri Ísteka ehf., lyfjaheildsölufyrirtækið G. Ólafsson hf., hóf söfnun á blóði úr fylfullum hryssum á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í lok 8. áratugar seinustu aldar og byrjun þess níunda. Þessar rannsóknir voru birtar árið 1982 og hafa verið endurteknar reglulega hjá Ísteka frá upphafi. Niðurstöður rannsóknanna á áhrifum blóðgjafanna á hryssur og folöld benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa á heilsufar þeirra. Meðalþungi stóðhryssa á fyrsta þriðjungi meðgöngu er rúm 400 kg og er hlutfall blóðgjafarinnar því um 1,2% af líkamsþyngd. Birtar rannsóknir sýna að allur gangur er á því hversu mikið blóð er tekið úr hrossum og getur það verið allt frá 0,6% og upp í 2% af líkamsþyngd. Aðalatriðið er að kerfin séu undir góðri stjórn og eftirliti og að hryssum sem eru ekki hæfar til blóðgjafar séu teknar frá. Blóðleysi er fátíður fylgikvilli blóðgjafar meðal fylfullra hryssa hér á landi, jafnvel ekki meðal þeirra sem gefa blóð vikulega. Meðalgildi blóðrauða fyrir blóðtökurnar er um 13,3 g/dl. Þau lækka í fyrstu en breytast svo ekki frekar þótt blóð sé tekið vikulega í allt að 8 skipti á ári. Samkvæmt birtum niðurstöðum rannsókna er náttúrulegt bil blóðrauða í íslenskum hrossum frá 8,5 til 16,9 g/dl og meðalgildið um 12,6 g/dl. Frekari upplýsingar um blóðgjafirnar og áhrif þeirra á blóðmynd hryssanna má nálgast á heimasíðu Ísteka, isteka.is. Hross eru hlaupadýr með öfluga blóðmyndun. Birtar rannsóknir sýna að fylfullar hryssur eru einungis tvær vikur að vinna upp blóðrauðagildin eftir seinustu blóðgjöf, mun fyrr en í dæmi sem tekið hefur verið á þessum vettvangi um menn. Þetta á við óháð því hversu oft hryssa gefur blóð en blóðgildi hryssa haldast í jafnvægi óháð gjafafjölda. Ekki er gengið óhóflega á blóðbirgðir hryssanna og hröð endurheimt blóðrauðagilda sýnir að enginn skortur er á nauðsynlegum byggingaefnum og járnií fæði þeirra. Hryssur sem gefa blóð eru mikilvæg erfðaauðlind fyrir íslenska hestinn. Þær geyma fjölbreyttar og stundum sjaldgæfar litasamsetningar auk margra annarra eiginleika sem gætu tapast úr erfðamenginu nyti þeirra ekki við. Frjósemi blóðgjafarhryssa er meiri en annarra hrossa eða um 85% í öllu safni íslensku hryssanna sem nýttar eru til blóðtöku. Í öllum framleiðslukerfum í landbúnaði er fetaður vegur þess að halda jafnvægi á milli velferðar húsdýranna og framleiðslu þeirra. Fulleðlilegt er að ekki séu sömu mörk notuð fyrir húsdýr annars vegar og mannfólk hins vegar. Hundruð þúsunda blóðtaka úr íslenskum hryssum um áratugaskeið hafa ítrekað sýnt fram á að þrátt fyrir marktæka breytingu á blóðmynd hryssanna þekkjast vart klínísk einkenni. Kerfið er því í góðu jafnvægi og síst verra en önnur framleiðslukerfi í landbúnaði. Afföll í þessari búgrein eru mjög fátíð og hryssurnar lifa vel og lengi við góða heilsu. Markmiðin skýr en ekki endilega rökrétt Í umræðunni undanfarnar vikur um þetta efni hefur gætt ýmissa sleggjudóma og gagnrýnin verið um margt óvægin og ómálefnaleg, þar sem ekki er byggt á þekkingu heldur stýrðri túlkun á stuttum myndbrotum. Rétt er að taka skýrt fram að sum myndbrotanna sýndu vissulega skýlaus brot á kröfum Ísteka sem félagið brást tafarlaust við. Önnur eiga sér eðlilegar skýringar sem ekki er víst að allur almenningur átti sig á. Yfirlýst markmið hörðustu gagnrýnendanna er að afurðanýting allra dýra verði lögð af og að gæludýrin ein verði eftir í umsjá manna. Það er að mínu mati nöturleg framtíð og næringarsnauð. Afurðir dýra eru mikilvægar og hafa verið frá árdögum mannkyns. Velferð dýra sem gefa ríkulega af sér hefur stóraukist á seinustu árum og áratugum og vafalaust mun sú þróun halda áfram, öllum til góðs. Að lokum Samfélagsumræðan að undanförnu um málefni Ísteka hefur lagst þungt á marga sem tengjast starfseminni bæði beint og óbeint. Málefnið varðar ekki aðeins starfsfólk Ísteka, heldur einnig á annað hundrað fjölskyldur hrossabænda og dýralækna. Umræðan hefur sært marga og vakið skömm, ekki síst meðal þeirra sem vita að þeir hafa ekki gert neitt rangt. Ég hvet þá sem hafa orðið fyrir aðkasti með einum eða öðrum hætti á samfélagsmiðlum og í raunheimum að bugast ekki. Aðkastið lýsir best höfundum þess en ekki þeim sem fyrir verða. Með þessari vefgrein ásamt þeim fyrri sem ég hef ritað að undanförnu hér á Vísi hefur upplýsingum og fróðleik um starfsemi Ísteka verið komið á framfæri ásamt því sem misskilningur og rangfærslur um nýtingu blóðs íslenskra hryssa hafa verið leiðréttar. Félagið og forverar þess hafa framleitt frjósemislyf um áratugaskeið en aldrei hefur önnur eins gagnrýni átt sér stað gegn félaginu og undanfarnar vikur. Upphafið má eins og flestir vita rekja til tiltekinna og skýlausra frávika frá kröfum Ísteka sem fyrirtækið brást án tafar við. Í kjölfarið hefur fyrirtækið að auki hrint í framkvæmd víðtækri umbótaáætlun eins og fram kom í grein minni 19. desember hér á Vísi. Hún felur m.a. í sér aukna fræðslu til bænda með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá er stefnt að myndavélaeftirliti auk þess sem hryssur verða eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta verða teknar úr stóðinu. Það er allra hagur að hér eftir sem hingað til verði velferð dýra, manna og náttúru höfð að leiðarljósi í fjölbreyttum greinum íslensks landbúnaðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Arnþór Guðlaugsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Forveri Ísteka ehf., lyfjaheildsölufyrirtækið G. Ólafsson hf., hóf söfnun á blóði úr fylfullum hryssum á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í lok 8. áratugar seinustu aldar og byrjun þess níunda. Þessar rannsóknir voru birtar árið 1982 og hafa verið endurteknar reglulega hjá Ísteka frá upphafi. Niðurstöður rannsóknanna á áhrifum blóðgjafanna á hryssur og folöld benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa á heilsufar þeirra. Meðalþungi stóðhryssa á fyrsta þriðjungi meðgöngu er rúm 400 kg og er hlutfall blóðgjafarinnar því um 1,2% af líkamsþyngd. Birtar rannsóknir sýna að allur gangur er á því hversu mikið blóð er tekið úr hrossum og getur það verið allt frá 0,6% og upp í 2% af líkamsþyngd. Aðalatriðið er að kerfin séu undir góðri stjórn og eftirliti og að hryssum sem eru ekki hæfar til blóðgjafar séu teknar frá. Blóðleysi er fátíður fylgikvilli blóðgjafar meðal fylfullra hryssa hér á landi, jafnvel ekki meðal þeirra sem gefa blóð vikulega. Meðalgildi blóðrauða fyrir blóðtökurnar er um 13,3 g/dl. Þau lækka í fyrstu en breytast svo ekki frekar þótt blóð sé tekið vikulega í allt að 8 skipti á ári. Samkvæmt birtum niðurstöðum rannsókna er náttúrulegt bil blóðrauða í íslenskum hrossum frá 8,5 til 16,9 g/dl og meðalgildið um 12,6 g/dl. Frekari upplýsingar um blóðgjafirnar og áhrif þeirra á blóðmynd hryssanna má nálgast á heimasíðu Ísteka, isteka.is. Hross eru hlaupadýr með öfluga blóðmyndun. Birtar rannsóknir sýna að fylfullar hryssur eru einungis tvær vikur að vinna upp blóðrauðagildin eftir seinustu blóðgjöf, mun fyrr en í dæmi sem tekið hefur verið á þessum vettvangi um menn. Þetta á við óháð því hversu oft hryssa gefur blóð en blóðgildi hryssa haldast í jafnvægi óháð gjafafjölda. Ekki er gengið óhóflega á blóðbirgðir hryssanna og hröð endurheimt blóðrauðagilda sýnir að enginn skortur er á nauðsynlegum byggingaefnum og járnií fæði þeirra. Hryssur sem gefa blóð eru mikilvæg erfðaauðlind fyrir íslenska hestinn. Þær geyma fjölbreyttar og stundum sjaldgæfar litasamsetningar auk margra annarra eiginleika sem gætu tapast úr erfðamenginu nyti þeirra ekki við. Frjósemi blóðgjafarhryssa er meiri en annarra hrossa eða um 85% í öllu safni íslensku hryssanna sem nýttar eru til blóðtöku. Í öllum framleiðslukerfum í landbúnaði er fetaður vegur þess að halda jafnvægi á milli velferðar húsdýranna og framleiðslu þeirra. Fulleðlilegt er að ekki séu sömu mörk notuð fyrir húsdýr annars vegar og mannfólk hins vegar. Hundruð þúsunda blóðtaka úr íslenskum hryssum um áratugaskeið hafa ítrekað sýnt fram á að þrátt fyrir marktæka breytingu á blóðmynd hryssanna þekkjast vart klínísk einkenni. Kerfið er því í góðu jafnvægi og síst verra en önnur framleiðslukerfi í landbúnaði. Afföll í þessari búgrein eru mjög fátíð og hryssurnar lifa vel og lengi við góða heilsu. Markmiðin skýr en ekki endilega rökrétt Í umræðunni undanfarnar vikur um þetta efni hefur gætt ýmissa sleggjudóma og gagnrýnin verið um margt óvægin og ómálefnaleg, þar sem ekki er byggt á þekkingu heldur stýrðri túlkun á stuttum myndbrotum. Rétt er að taka skýrt fram að sum myndbrotanna sýndu vissulega skýlaus brot á kröfum Ísteka sem félagið brást tafarlaust við. Önnur eiga sér eðlilegar skýringar sem ekki er víst að allur almenningur átti sig á. Yfirlýst markmið hörðustu gagnrýnendanna er að afurðanýting allra dýra verði lögð af og að gæludýrin ein verði eftir í umsjá manna. Það er að mínu mati nöturleg framtíð og næringarsnauð. Afurðir dýra eru mikilvægar og hafa verið frá árdögum mannkyns. Velferð dýra sem gefa ríkulega af sér hefur stóraukist á seinustu árum og áratugum og vafalaust mun sú þróun halda áfram, öllum til góðs. Að lokum Samfélagsumræðan að undanförnu um málefni Ísteka hefur lagst þungt á marga sem tengjast starfseminni bæði beint og óbeint. Málefnið varðar ekki aðeins starfsfólk Ísteka, heldur einnig á annað hundrað fjölskyldur hrossabænda og dýralækna. Umræðan hefur sært marga og vakið skömm, ekki síst meðal þeirra sem vita að þeir hafa ekki gert neitt rangt. Ég hvet þá sem hafa orðið fyrir aðkasti með einum eða öðrum hætti á samfélagsmiðlum og í raunheimum að bugast ekki. Aðkastið lýsir best höfundum þess en ekki þeim sem fyrir verða. Með þessari vefgrein ásamt þeim fyrri sem ég hef ritað að undanförnu hér á Vísi hefur upplýsingum og fróðleik um starfsemi Ísteka verið komið á framfæri ásamt því sem misskilningur og rangfærslur um nýtingu blóðs íslenskra hryssa hafa verið leiðréttar. Félagið og forverar þess hafa framleitt frjósemislyf um áratugaskeið en aldrei hefur önnur eins gagnrýni átt sér stað gegn félaginu og undanfarnar vikur. Upphafið má eins og flestir vita rekja til tiltekinna og skýlausra frávika frá kröfum Ísteka sem fyrirtækið brást án tafar við. Í kjölfarið hefur fyrirtækið að auki hrint í framkvæmd víðtækri umbótaáætlun eins og fram kom í grein minni 19. desember hér á Vísi. Hún felur m.a. í sér aukna fræðslu til bænda með frekara námskeiðahaldi og verklegri þjálfun, fjölgun eftirlitsfólks með framkvæmd allra blóðgjafa sem þegar í stað verða stöðvaðar komi upp frávik. Þá er stefnt að myndavélaeftirliti auk þess sem hryssur verða eftirleiðis sérvaldar með tilliti til skapgerðar. Hryssur sem ekki henta verða teknar úr stóðinu. Það er allra hagur að hér eftir sem hingað til verði velferð dýra, manna og náttúru höfð að leiðarljósi í fjölbreyttum greinum íslensks landbúnaðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Ísteka.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun