Covid skóli Sara Oskarsson skrifar 2. janúar 2022 08:01 Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun