SPICE og önnur „ný“ efni Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 07:02 Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun