Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. desember 2021 07:35 "Bjórkjötið" hjá Davíð hefur slegið í gegn hjá neytendum enda hefur hann ekki undan að framleiða kjöt í áhugasama viðskiptavini hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta. Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira