Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2021 11:51 Um síðustu áramót var mjög mikil svifryksmengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. Reykjavíkurborg varaði fyrr í vikunni við því að búast mætti við talsverðri svifryksmengun um áramótin. Veðurspáin hefur frá þeim tíma tekið breytingum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir vindáttina hagstæðari núna, alla vega í Reykjavík. „Þegar að er komið undir tvo metra á sekúndu þá má búast við að mengun safnist mikið upp en þessi spá í Reykjavík núna, sex metrar á sekúndu, það má segja að það sé bara kjörið flugeldaveður, það er sem sagt ekki of hvasst til að skjóta upp en nógu mikill vindur til að bera mengunina burt jafnóðum,“ segir Þorsteinn. Á Akureyri er vindáttin þó hægari, eða um einn til tveir metrar á sekúndu í kringum miðnætti, og því gæti verið eitthvað um mengun þar. Um síðustu áramót var talsverð mengun á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn á ekki von á sambærilegri stöðu núna, þó það verði að öllum líkindum skotið meira upp. Í ár hafa um 640 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins, samanborið við um 600 tonn í fyrra. „Það er þessi mikla skotgleði sem að skapar þessa miklu losun og ef að það er óhagstætt veður, það er að segja hægviðri og áttleysa, þá getur verið mjög mikil mengun eins og hefur komið öðru hvoru síðustu ár,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið svona sirka annað hvert ár síðustu tíu árin, gróflega séð, þar sem það hefur verið talsvert mikil mengun og hangir jafnvel fram eftir nýársdegi,“ segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir mikilli mengun í ár er þó mikilvægt að viðkvæmir einstaklingar fari varlega. Á það einnig við um þann metfjölda sem er nú í einangrun með Covid. „Þetta er bara auka álag á öndunarfærin, mikil svifryksmengun af svona fínu svifryki, þannig það er bara mjög óæskilegt fyrir þá sem eru með Covid og í raun alla sem eru eitthvað viðkvæmir í öndunarfærum,“ segir Þorsteinn. Fólk hefur verið hvatt til að hópast ekki saman yfir áramótin í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig hefur til að mynda áramótabrennum verið aflýst annað árið í röð, sem og helgihaldi. Reykjavíkurborg hefur þá ákveðið að fjölga tímabundið göngugötum í miðbænum í öryggisskyni, að beiðni ríkislögreglustjóra. Lokað verður fyrir bílaumferð í tvo og hálfan tíma frá 22.30 á gamlársdag til 01.00 eftir miðnætti á nýársdag. Göturnar sem um ræðir eru Frakkastígur frá Bergþórugötu að Njarðargötu, Eiríksgata frá Njarðargötu að Mímisvegi, og Skólavörðustígur frá Njálsgötu að Njarðargötu, auk þess sem Bjarnarstígur og Kárastígur verða lokaðir við Skólavörðustíg. Veður Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31 Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Reykjavíkurborg varaði fyrr í vikunni við því að búast mætti við talsverðri svifryksmengun um áramótin. Veðurspáin hefur frá þeim tíma tekið breytingum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir vindáttina hagstæðari núna, alla vega í Reykjavík. „Þegar að er komið undir tvo metra á sekúndu þá má búast við að mengun safnist mikið upp en þessi spá í Reykjavík núna, sex metrar á sekúndu, það má segja að það sé bara kjörið flugeldaveður, það er sem sagt ekki of hvasst til að skjóta upp en nógu mikill vindur til að bera mengunina burt jafnóðum,“ segir Þorsteinn. Á Akureyri er vindáttin þó hægari, eða um einn til tveir metrar á sekúndu í kringum miðnætti, og því gæti verið eitthvað um mengun þar. Um síðustu áramót var talsverð mengun á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn á ekki von á sambærilegri stöðu núna, þó það verði að öllum líkindum skotið meira upp. Í ár hafa um 640 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins, samanborið við um 600 tonn í fyrra. „Það er þessi mikla skotgleði sem að skapar þessa miklu losun og ef að það er óhagstætt veður, það er að segja hægviðri og áttleysa, þá getur verið mjög mikil mengun eins og hefur komið öðru hvoru síðustu ár,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið svona sirka annað hvert ár síðustu tíu árin, gróflega séð, þar sem það hefur verið talsvert mikil mengun og hangir jafnvel fram eftir nýársdegi,“ segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir mikilli mengun í ár er þó mikilvægt að viðkvæmir einstaklingar fari varlega. Á það einnig við um þann metfjölda sem er nú í einangrun með Covid. „Þetta er bara auka álag á öndunarfærin, mikil svifryksmengun af svona fínu svifryki, þannig það er bara mjög óæskilegt fyrir þá sem eru með Covid og í raun alla sem eru eitthvað viðkvæmir í öndunarfærum,“ segir Þorsteinn. Fólk hefur verið hvatt til að hópast ekki saman yfir áramótin í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig hefur til að mynda áramótabrennum verið aflýst annað árið í röð, sem og helgihaldi. Reykjavíkurborg hefur þá ákveðið að fjölga tímabundið göngugötum í miðbænum í öryggisskyni, að beiðni ríkislögreglustjóra. Lokað verður fyrir bílaumferð í tvo og hálfan tíma frá 22.30 á gamlársdag til 01.00 eftir miðnætti á nýársdag. Göturnar sem um ræðir eru Frakkastígur frá Bergþórugötu að Njarðargötu, Eiríksgata frá Njarðargötu að Mímisvegi, og Skólavörðustígur frá Njálsgötu að Njarðargötu, auk þess sem Bjarnarstígur og Kárastígur verða lokaðir við Skólavörðustíg.
Veður Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31 Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10
Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12