Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar Rúnar Sigurðsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum. Skýjalausnir – hver er ávinningurinn? Nútíma skýjalausnir er mikil hagræðing frá eldri lausnum þar sem þurfti að huga að rekstri netþjóna með öllum þeim kostnaði og óöryggi sem því fylgdi. Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Excel og Word. Þá var eilíft vandamál að allir væru búnir að uppfæra til að geta sent gögn frá einum aðila til annars til að geta nýtt sér nýjustu útgáfur. Nú er þetta allt löngu leyst og engin spyr lengur um hvaða útgáfu af Excel þú ert með. Eftir tilkomu Office365 frá Microsoft er greitt eitt mánaðargjald - allir eru í nýjustu útgáfunni og engin hefur áhyggjur af rekstri netþjóna. Ekki má samt gleyma öryggis- og afritunarmálum þessu samfara, það þarf enn að huga að þeim. Nútíma upplýsingakerfi eru í skýjalausnum Í nútíma upplýsingakerfum gerum við kröfur um að allir séu í sömu útgáfu, uppfærslur og lagfæringar séu meira og minna sjálfvirkar og kosti ekkert aukalega. Nýjar útgáfur og lagfæringar koma reglulega og allir fylgja eftir þróuninni á lausninni. Það eru gríðarlega miklar breytingar að eiga sér stað í nútíma upplýsingakerfum. Einn af stóru kostunum er sá að allir njóta góðs af þróuninni og fá nýjustu uppfærslur án auka kostnaðar en þær koma reglulega eftir því sem tækninni fleygir fram. Besta lausnin val fyrir verkefnið sem á að leysa Ein af breytingunum sem er að eiga sér stað samhliða skýjalausnavæðingunni er að nú er auðvelt að samþátta lausnir við grunnupplýsingakerfið. Í dag eru svokölluð forritaskil að ryðja sér til rúms. Forritaskil eða API samþætting (Application Program Interface) auðveldar samþættingu á lausnum sem henta í mismunandi umhverfi. Nú geta fyrirtækin valið sér, t.d. verk/tímaskráningu sem hentar, vefverslun sem hentar og fleiri lausnir mætti nefna. Ef lausnirnar hafa API forritaskil er auðvelt að tengja þau við grunnnupplýsingakerfið og þannig ná fram hagræðingu. Höfum alltaf í huga að við viljum tengja ólík kerfi saman og það mega ekki vera nein göt á milli kerfanna, upplýsingar fara á milli sjálfvirkt með samþáttunum. Engin óþarfa handavinna, pappír eða möppur. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar