James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 17:00 Brjóta þurfti sjónaukann saman til að koma honum af yfirborði jarðarinnar. NASA Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. Næstu tvær vikur verður eitt skref tekið að öðru í því að opna JWST. Að því loknu á sjónaukinn að vera klár til að beina skynjurum sínum út í alheiminn. Á morgun stendur til að byrja að opna sólarskjöld sjónaukans. Hans er þörf vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka rétt. Vonast er til þess að opnun skjaldarins ljúki um helgina. And we just confirmed that our aft (back) sunshield pallet has successfully opened up as well! https://t.co/la05MOFIIEWhat s next to #UnfoldTheUniverse? Check out https://t.co/NXe96U821e pic.twitter.com/F0B9Z1lUiQ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021 Hætta er á því að ef eitthvað eitt klikki í öllu opnunarferlinu verði sjónaukinn ónothæfur. Í rauninni þarf bara ein löm að klikka. Það er því mikið undir í hverju skrefi. Bili eitthvað verður mjög svo erfitt að laga sjónaukann þar sem hann verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar hann verður kominn á sinn stað. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér. Tíu milljarðar og miklar tafir Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft jóladag og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. NASA segir nú að vegna þess hve vel geimskotið heppnaðist og hve vel hefur gengið að breyta stefnu sjónaukans, sé útlit fyrir að nægt eldsneyti sé um borð til að nota sjónaukann til rannsóknarstarfa töluvert lengur en í tíu ár. Það er þó ekki öruggt samkvæmt uppfærslu frá NASA og veltur á ýmsu öðru. Due to the precision of our launch and our first two mid-course corrections, our team has determined that Webb should have enough fuel to allow support of science operations for significantly more than a 10-year science lifetime! https://t.co/1e3sWlynPI pic.twitter.com/yb4Oe6dnwj— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021 James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. 25. desember 2021 06:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Næstu tvær vikur verður eitt skref tekið að öðru í því að opna JWST. Að því loknu á sjónaukinn að vera klár til að beina skynjurum sínum út í alheiminn. Á morgun stendur til að byrja að opna sólarskjöld sjónaukans. Hans er þörf vegna þess að sjónaukinn þarf að vera gífurlega kaldur til að virka rétt. Vonast er til þess að opnun skjaldarins ljúki um helgina. And we just confirmed that our aft (back) sunshield pallet has successfully opened up as well! https://t.co/la05MOFIIEWhat s next to #UnfoldTheUniverse? Check out https://t.co/NXe96U821e pic.twitter.com/F0B9Z1lUiQ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021 Hætta er á því að ef eitthvað eitt klikki í öllu opnunarferlinu verði sjónaukinn ónothæfur. Í rauninni þarf bara ein löm að klikka. Það er því mikið undir í hverju skrefi. Bili eitthvað verður mjög svo erfitt að laga sjónaukann þar sem hann verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu þegar hann verður kominn á sinn stað. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér. Tíu milljarðar og miklar tafir Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft jóladag og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. NASA segir nú að vegna þess hve vel geimskotið heppnaðist og hve vel hefur gengið að breyta stefnu sjónaukans, sé útlit fyrir að nægt eldsneyti sé um borð til að nota sjónaukann til rannsóknarstarfa töluvert lengur en í tíu ár. Það er þó ekki öruggt samkvæmt uppfærslu frá NASA og veltur á ýmsu öðru. Due to the precision of our launch and our first two mid-course corrections, our team has determined that Webb should have enough fuel to allow support of science operations for significantly more than a 10-year science lifetime! https://t.co/1e3sWlynPI pic.twitter.com/yb4Oe6dnwj— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 29, 2021
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. 25. desember 2021 06:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. 25. desember 2021 06:00
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44
James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. 25. nóvember 2021 09:44