„Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 16:31 Soledad Peralta og Juan Pablo Orellana Larenas foreldrar Valentinu Orellana-Peralta á blaðamannafundi í gær. AP/Ringo H.W.Chiu Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira